Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 1
Að grípa ljósið Ullin ersmart Aðalbjörn Tryggvason, Addi í Sólstöfum, segir enga skömm fólgna í því að vera í myrkrinu en brýnt sé að leita sér hjálparáður en það sé um seinan. Meðvirkni er leiðarstef á nýrri plötu Sólstafa. Sjálfur hristi Addiaf sér sinn djöful, neysluna, fyrir sjö árum og nýtur þess í dag að vera edrú og til staðarvið listsköpunina og á tón-leikum og ekki síst fyrir sex mánaða gamla dóttur sína. 12 15. NÓVEMBER 2020SUNNUDAGUR Fylgir innsæinu MagneaEinarsdóttirhönnuðurhjá KioskGranda er mnýja línu. 20 Bóka- bræður Ævar Þór ogGuðni LíndalBenediktssynirmeð samtalssex bækurá árinu. 28 María BjörkIngvadóttirstjórnar N4 afröggsemi oghlustar alltaf áinnri rödd. 8e L A U G A R D A G U R 1 4. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  269. tölublað  108. árgangur  MELANKÓLÍA, TÝND ÁST OG LEIKGLEÐI BÖRN LÆRI UM ÞJÓÐSÖGUR Á SPENNANDI HÁTT ÖNNUR BARNABÓK HILDAR 12MOONLOVE EGILS 50 Guðni Einarsson Ragnhildur Þrastardóttir Pétur Magnússon Ástand húsnæðis, loftskipta og að- búnaðar á Landakoti er talið ófull- nægjandi með tilliti til sýkingar- varnasjónarmiða, og er líklega meginorsök dreifingar kórónuveiru- smita þegar hópsýking kom þar upp í síðasta mánuði. Bent er á þetta í frumniðurstöð- um faraldsfræðilegrar rannsóknar, sem kynntar voru á fundi í gær. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for- maður Landssambands eldri borg- ara, segir í samtali við Morgunblað- ið ljóst að Landakot og fjöldi annarra hjúkrunarheimila standist ekki nútímakröfur. Hún segist vona að heilbrigðisyfirvöld og stjórn- endur Landspítala finni leið til að halda einstaklingum á Landakoti öruggum á meðan núverandi ástand varir. Ekki haldið almennilega við Þórunn segir að á Landakoti sé í boði gríðarlega mikilvæg þjónusta, en að húsnæðið sjálft sé barn síns tíma. „Það var enginn að reyna að ímynda sér þetta sem hjúkrunar- heimili. Þetta er bráðabirgðastaður eins og mörg önnur hjúkrunarheim- ili, og það hefur ekki fengið almenni- legt viðhald vegna þess að það átti að byggja spítala fyrr,“ segir hún. Ástand hjúkrunarheimila sýni þá glögglega að framkvæmdasjóður aldraðra sé ekki notaður í að byggja hjúkrunarheimili, heldur sé hann ítrekað notaður í rekstur. Þó segir hún að ólíklegt sé að hægt verði að byggja ný hjúkrunarheimili eða finna aðrar sambærilegar lausnir áður en nýr spítali við Hingbraut verður tekinn í gagnið, sérstaklega ef markmiðið er að vernda aldraða gegn kórónuveirunni. „Ég sé enga lausn aðra en að farið verði fram á það við heilbrigðisráð- herra og Landspítalastjórnina að fundin verði leið til að gera bráða- birgðalausnir til að tryggja öryggi einstaklinga á hjúkrunarheimilum.“ Embættið hafi ekki mannafla Embætti landlæknis mun gera aðra rannsókn á hópsýkingunni, til viðbótar við þá rannsókn sem Land- spítali hefur þegar gert. Frá þessu greindi Alma Möller landlæknir í samtali við mbl.is í gær. Hún sagði jafnframt að embætti landlæknis hefði ekki mannafla í það að kanna hvort ófullnægjandi að- stæður með tilliti til sýkingarvarna væru víðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég held að það sé miklu mikil- vægara að stofnanirnar sjálfar skoði hjá sér hvað þær geta gert til að minnka líkurnar á smitum.“ Sigríður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Land- spítala, segir að alltaf geti komið upp hópsmit kórónuveiru en spurn- ingin sé hvort mögulegt sé að koma í veg fyrir að veiran breiðist út. Svört skýrsla um smitin  Ástandið sagt ófullnægjandi frá sjónarmiði sýkingarvarna  Fjöldi hjúkrunar- heimila stenst ekki nútímakröfur, segir formaður Landssambands eldri borgara Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landakot Frumniðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar voru kynntar á fundi í gær. Formaður Landssambands eldri borgara segir húsið barn síns tíma. MÁstand spítalans … »4 Stefán E. Stefánsson Baldur Arnarson Íslenska leigufélagið Heimavellir mun skipta um nafn og nefnast Heimstaden Iceland, gangi áætlanir eiganda þess, Fredensborg AS, eftir á nýju ári. Samkvæmt upplýsingum sem kynntar hafa verið lífeyris- sjóðum og öðrum sjóðastýringarfyr- irtækjum hér á landi stefnir nýr eig- andi Heimavalla að því að fjölga leigueignum í sinni eigu úr 1.500 í 3-4 þúsund á komandi árum og byggja þannig upp rekstrarlega hagkvæmt félag. Fyrirtækið hefur mikla reynslu af og þekkingu á starfsemi sem þessari og félag sem er í meirihlutaeigu þess á yfir 100 þúsund íbúðir sem það leigir út á Norðurlöndum og á meginlandi Evr- ópu. Er heildarvirði eignasafnsins metið á ríflega 2.100 milljarða króna. Heimildir Morgunblaðsins herma að félagið kynni nú fyrirætlanir sín- ar hér á landi í ljósi þess að til greina komi að fjármagna frekari uppbygg- ingu að einhverjum hluta með út- gáfu skuldabréfa í íslenskum kr. Gengur á lagerinn í miðbænum Alls hafa um 140 íbúðir selst á þéttingarreitum í miðborg Reykja- víkur síðan í febrúar og er þá meðal annars Hlíðarendi undanskilinn. Með því hafa um 520 íbúðir selst á þessum reitum síðan haustið 2017. Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segir vaxtalækkanir gera fleirum kleift að kaupa nýjar íbúðir. »22 Heimavell- ir í sókn á markaði  Hyggjast kaupa 1.500-2.500 íbúðir  Góð sala í miðbæ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Líf á markaði Aðeins ein íbúð er óseld á Hverfisgötu 94-96. Dráttarbeisli, bakkmyndavél, stöðugleikastýring og fleira. Škoda Kodiaq Fjórhjóladrifinn, fæst sjö manna og einkar vel útbúinn. Fullt verð 7.450.000 kr. Þú sparar 600.000 kr. Afmælisverð 6.850.000 kr. HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/skodasalur Dráttargeta 2,5 tonn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.