Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyr- irtæki afhentu í gær Fjölskylduhjálp Íslands rúm fjögur tonn af mat- vælum. Það er fyrsti hlutinn af um 40 þúsund matarskömmtum sem fyrir- tækið mun afhenda hjálparstofnun- um vegna matarúthlutunar fram til jóla. „Þetta er mjög stór sending mat- væla sem verður dreift í Reykjavík á mánudag og þriðjudag og í Reykja- nesbæ á miðvikudag og fimmtudag. Þetta verður alrausnarlegasta út- hlutun sem við höfum nokkurn tím- ann séð,“ segir Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, og vísar þá til úthlutunar matvæla frá KS og öðrum sem afhent verða fjöl- skyldum vikulega fram að jólum, alls sautján úthlutunardaga. Í sendingunni sem KS og dóttur- félög afhentu í gær er matur fyrir um 700 heimili til úthlutunar í næstu viku. Þar er mikið af fiski, kjöti og mjólkurvörum sem fyrirtækin fram- leiða en einnig vörur sem fyrirtækið hefur keypt til að bæta við. Magnús Freyr Jónsson, forstöðumaður Mjólkursamlags KS, segir að ekki sé gaman að borða hamborgara nema hafa brauð og franskar. Fyrirtækið sjálft framleiði hamborgara og sósur en hafi keypt brauð og franskar. Þá fylgi kartöflur fiski og súpukjöti. Ásgerður Jóna segir að vörur frá fleiri fyrirtækjum verði í jólaúthlut- uninni, þegar að henni kemur, þótt vörurnar frá KS verði uppistaðan. „Þetta er stórkostleg gjöf. Fólk verð- ur svo glatt þegar það fær þetta og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki hjálpað fólki fyrir jól- in. Svo hefur þetta smitað til annarra fyrirtækja.“ KS og dótturfélög gefa einnig Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Hjálparstofnun kirkjunnar mat til að úthluta fyrir jólin. Fyrsta sendingin fer til Mæðrastyrksnefndar í næstu viku. „Það er mjög gaman að taka þátt í þessu,“ segir Magnús Freyr. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Sending Bílstjórar Vörumiðlunar afferma annan af tveimur flutningabílum sem komu með vörur úr Skagafirði. Skagfirsk matvæli fyrir 700 fjölskyldur afhent  Fyrsti matarskammturinn frá KS til Fjölskylduhjálpar Gjöf Magnús Freyr Jónsson afhendir Ásgerði Jónu Flosadóttur matarkörfu. Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar, var viðstaddur. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins krefjast flugvirkjar Landhelgis- gæslunnar sömu kjara og flugvirkjar Icelandair fengu þegar samið var við þá síðasta sumar, en að undanskild- um þeim atriðum sem snúa að hag- ræðingunni sem Icelandair fékk vegna breytinga á kjarasamningnum. Talið er að einingakostnaður vegna flugvirkja Icelandair hafi lækkað um 10% í þeim samningi, sem er til fimm ára. Hagræðingin var Icelandair nauðsynleg vegna hlutafjárútboðs fé- lagsins í lok sumars. Flugvirkjar Gæslunnar telja breytingarnar ekki eiga við sig. Fylgir umframkostnaður Heimildir blaðsins herma að ríkið telji sig ekki lengur geta unað við að tengja samninga flugvirkja Gæslunn- ar við samning flugvirkja og Ice- landair, honum fylgi alltaf umfram- kostnaður fyrir Gæsluna. Allar breytingar sem gerðar voru á samn- ingnum séu gerðar fyrir rekstrarum- hverfi Icelandair, sem sé annað en rekstrarumhverfi Landhelgisgæsl- unnar. Verkfall flugvirkja hjá Landhelg- isgæslunni hófst í síðustu viku og hafa engar formlegar viðræður átt sér stað hjá ríkissáttasemjara frá því verkfallið skall á. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ríkið vilji gera sérstakan samn- ing við flugvirkjana sem ekki verður tengdur Icelandair-samningnum. Þar verði tekið mið af þeirri launaþróun sem er hjá flugvirkjum á almennum vinnumarkaði, eða hjá þeim hópum sem þeir vilja bera sig saman við. Í boði eru sömu hækkanir og eru í lífs- kjarasamningnum, sem aðrar stéttir ríkisins hafa samið um. Heimildir Morgunblaðsins herma að Flugvirkjafélagið hafi ekki viljað opna á samtal um þetta. Hófu viðræður í febrúar Samningar flugvirkja hjá Gæsl- unni losnuðu um síðustu áramót, og hófu aðilar viðræður í febrúar, rétt áður en kórónuveirufaraldurinn hófst. Eins og Morgunblaðið hefur heim- ildir fyrir er ýmislegt í samningi flug- virkja við Icelandair sem myndar um- framkostnað fyrir Landhelgis- gæsluna. Þar má nefna til dæmis að stór munur er á vaktauppbyggingu enda sé ólíku saman að jafna að starfa við flugvélar í áætlunarflugi og þyrlur sem eru kallaðar út eftir þörfum, eins og hjá Gæslunni. Starfsstöðin er einnig önnur. Flugvirkjar Icelandair vinna flestir á Suðurnesjum, en flug- virkjar Gæslunnar í Reykjavík. Á móti kemur að flugvirkjar Landhelg- isgæslunnar eru oft á bakvakt og þurfa að vera tilbúnir að standsetja þyrlu með stuttum fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að flug- virkjar hræðist að sérstakur ríkis- samningur verði ávísun á lægri kjör í framtíðinni. Í samningi flugvirkja Gæslunnar eru ýmis ákvæði sem einhverjum gætu þótt undarleg. Til dæmis er þar ákvæði um að Gæslan borgi Saga Class-sæti undir flugvirkja sem þurfa starfs síns vegna að fara til útlanda. Hjá Icelandair fá flugvirkjar Saga Class-sæti ef slíkt sæti er laust og óselt. Vilja samninginn án hagræðingar  Deilt um Saga Class-sæti  Ríkið vill ekki tengja við samning Icelandair  Rekstrarumhverfi Ice- landair sagt ólíkt rekstrarumhverfi Landhelgisgæslunnar Engar formlegar viðræður eru í gangi Morgunblaðið/Hari Deila Flugvirkjar sinna meðal annars þyrlum Landhelgisgæslunnar. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar hf., sem rekur m.a. Stöð 2, Vísi og Bylgjuna, segir félagið vel geta tekið að sér almannaþjónustuhlutverk sem RÚV er einu falið í lögum í dag. Í umsögn Sýnar til fjárlaganefndar segir að fjölmiðlar félagsins séu vel í stakk búnir til að veita almanna- þjónustu og ríkið gæti gert samning um það við fyrir- tækið hliðstæðan þeim sem gerður hefur verið við TV2 í Noregi. ,,Við erum með vinsælasta vef landsins um þessar mundir, Vísi, við erum með stóra fréttastofu, við rek- um sjö útvarpsstöðvar og erum við með níu sjónvarpsstöðvar þannig að það er ekkert vandamál fyrir okkur að ná til allra. Við rekum líka eina landsdekkandi dreifikerfi sjónvarps og útvarps. Við getum því séð um þetta,“ segir hann. ,,Ríkið þarf að skilgreina hvað al- mannaþjónusta er. Að halda úti aug- lýsingamiðli er ekki almannaþjón- usta, að kaupa sápur og sýna í sjónvarpi er ekki almannaþjónusta og að vera með vinsælar íþróttaútsend- ingar er ekki almannaþjónusta. Það er nóg af fyrirtækjum sem sjá um þetta og gera það á eigin kostnað en ekki á kostnað skattborgara,“ segir Heiðar. Hann bætir því við að rekstr- arkostnaðurinn á RÚV sé allt of hár og reksturinn ekki nógu hagkvæmur. „Miðað við hvað þeir framleiða af efni þá er kostnaðurinn 50 prósentum of hár,“ segir hann. ,,Þeir eru ekki að reka þetta nógu vel og er ég þá ekki að tala um að það eigi að lækka fólk þarna í launum en það þarf bara að auka framleiðni fyrirtækisins. Þeir eru að gera allt of lítið fyrir allt of mikið,“ segir hann. Heiðar segist ekki ætlast til að RÚV verði lagt niður, en það standist ekki að tala um það sem almanna- þjónustu þegar RÚV er að leigja út t.d. myndver og myndatökubúnað. „Það er nóg af einkafyrirtækjum í þessum verkefnum. Ríkið á ekkert að vera að vasast í því.“ omfr@mbl.is Geti vel sinnt almannaþjónustu  Rekstrarkostnaður RÚV allt of hár Heiðar Guðjónsson www.kofaroghus.is - sími 553 1545 359.000 kr. Tilboðsverð 518.000 kr. Tilboðsverð 416.500 kr. Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar Afar einfalt er að reisa húsin okka r Uppsetning teku r aðeins einn da g BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! (SÍÐUSTU HÚSIN 2020) VANTAR ÞIGPLÁSS?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.