Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 2

Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið og sunnudagsblað þess koma ekki út um komandi helgi en krossgátuunnendur í hópi lesenda þurfa ekki að örvænta. Verðlaunakrossgátan birtist hér aftar í blaðinu, bls. 59, og í sömu opnu er hefðbundna krossgátan einnig. Þá er verðlaunamyndagátan á sínum stað í aðfangadagsblaðinu, bls. 47. Þrenn bókaverðlaun eru í boði og lesendur hafa frest til 8. janúar að skila inn lausnum. Góða skemmtun og gleðileg jól, kæru Morgunblaðslesendur! Krossgátur og myndagáta Morgunblaðsins Veðurspár gera ráð fyrir því að á sunnan-, vestan- og austanverðu landinu verði jólin rauð, eða í það minnsta aðfangadagur. Gular veð- urviðvaranir eru í gildi frá morgni á Faxaflóa, Breiðafirði og Vest- fjörðum vegna talsverðrar eða mik- illar rigningar. Þær gilda fram á jólanóttina. Upp úr hádegi tekur gul viðvörun gildi á Ströndum og öllu Norðurlandi vegna storms. Rigning verður um landið sunn- an- og vestanvert í dag, en hægari vindur og þurrt á Austurlandi fram á kvöld. Veðurspá Veðurstofu Ís- lands gerir ráð fyrir hlýnandi veðri, 4-13 stigum síðdegis. Á morgun, jóladag, er útlit fyrir suðvestan 13-18 m/s og él. Í fyrstu rignir austanlands en þar styttir upp með morgninum. Veðurfræð- ingur hjá Veðurstofunni segir að él- in byrji snemma á jóladagsmorgun. Veðurstofan úrskurðar formlega um það hvort jólin hafi verið hvít eða rauð á jóladagsmorgun. Gular viðvaranir á aðfangadag Morgunblaðið/Hari Regn Líklega rignir duglega víða um land í dag, aðfangadag, og verður vindasamt. Yfir jólin munu alls 25 manns dveljast í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík. „Talan gæti eitthvað breyst, enda er veiran enn sem fyrr í gerjun og fólk áfram að veikjast,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson for- stöðumaður við blaðið í gær. Alls er hægt að taka á móti um 90 manns á Rauðarárstígnum. Af þeim sem í skjóli eru í húsinu nú eru 14 í sóttkví og 11 í einangrun; Íslendingar og fólk af öðru þjóðerni. „Hér er nokkuð af hælisleitendum sem eiga ekki í önnur hús að venda. Í einangr- un er svo til dæmis fólk sem er veikt og getur ekki dvalist á heimili sínu vegna þrengsla, fjölskylduaðstæðna eða annars. Aðstæður fólks eru ólíkar og því verður að mæta,“ segir Gylfi. Gestum farsóttarhússins verður í kvöld færður hátíðarmatur á her- bergin, þar sem einn er í hverju þeirra. „Svo er bara vonandi að sjónvarps- dagskáin verði áhugaverð, en slíkt gerir fólki auðveldara að þrauka. Veikindi um jólin eru öllum erfið,“ segir Gylfi, sem verður einn á vakt í farsóttarhúsinu frá miðjum degi í dag fram á jóladagsmorgun. Verður hann þá leystur af hólmi, en starfsmenn hússins eru alls 15. Húsið var opnað í mars síðastliðn- um og hefur alls 921 komið þangað til dvalar. Af þeim hópi hafa 432 verið í einangrun. Gylfi Þór gerir ráð fyrir að starfsemi verði haldið úti eitthvað fram á nýtt ár. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Farsóttarhús Starfsemin verður áfram fram á nýtt ár, segir Gylfi Þór. 25 í farsóttar- húsinu um jólin  11 í einangrun nú  921 dvalið í ár Kórónu- veirusmit Nýgengi innanlands: 29,7 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 426.072 sýni hafa verið tekin 149 eru með virkt smit og í einangrun 572 einstaklingar eru í sóttkví 24 eru á sjúkrahúsi, þar af 1 á gjörgæslu Nýgengi, landamæri: 15,5 12 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring H ei m ild : c ov id .is Skötuveislur virðast hafa farið að mestu leyti fram í heimahúsum þetta árið ef marka má orð Geirs Más Vilhjálmssonar, eiganda fisk- búðarinnar Hafbergs í Gnoðarvogi. Geir hélt skötuveislu í gær fyrir hverja þá sem mæta vildu. „Hvern- ig dettur þér í hug að hringja núna?“ spurði Geir þegar blaða- maður Morgunblaðsins hringdi í hann í gærkvöldi. Hann var nú bara að gantast en viðurkenndi þó að „bilað“ hefði verið að gera. „Jú, sal- an var vonum framar. Við vorum með skötuveislu fyrir 15 manns í einu og allir fengu 45 mínútur. Ég held að þetta hafi endað í 150 manns. Allir sprittaðir auðvitað.“ Jólaverslun gengið ótrúlega Sigurður Reynaldsson fram- kvæmdastjóri Hagkaups segir að viðskiptavinir hafi aðlagast breytt- um aðstæðum við jólaverslun í ár. „Salan gekk mjög vel í dag. Fólk var byrjað fyrr og klárar seinna. Einhverjir voru í Skeifunni klukk- an sjö í morgun og í gærkvöldi rétt fyrir miðnætti þurftum við að hleypa inn í hollum í Garðabæ.“ Hann segir að viðskiptavinir hafi sýnt samstarfsvilja við erfiðar að- stæður. „Kúnninn hefur brugðist vel við og síðustu tveir dagar hafa gengið ótrúlega.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorláksmessa Skatan hjá Geir í Hafbergi var vel kæst að venju. Tindabikkjan er beint að vestan en hefðbundna þykka og stóra gráskatan mestöll að sunnan. Viðskiptavinir voru með allar sóttvarnir á hreinu eins og sjá má. „Allir sprittaðir“ í skötu  Skötuveislur færast í heimahús  Jólaverslun gengið vel  Viðskiptavinir verslana hafa aðlagast nýjum aðstæðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjör Jólastemning var í miðbænum í gær eins og vant er á Þorláksmessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.