Morgunblaðið - 24.12.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.12.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið og sunnudagsblað þess koma ekki út um komandi helgi en krossgátuunnendur í hópi lesenda þurfa ekki að örvænta. Verðlaunakrossgátan birtist hér aftar í blaðinu, bls. 59, og í sömu opnu er hefðbundna krossgátan einnig. Þá er verðlaunamyndagátan á sínum stað í aðfangadagsblaðinu, bls. 47. Þrenn bókaverðlaun eru í boði og lesendur hafa frest til 8. janúar að skila inn lausnum. Góða skemmtun og gleðileg jól, kæru Morgunblaðslesendur! Krossgátur og myndagáta Morgunblaðsins Veðurspár gera ráð fyrir því að á sunnan-, vestan- og austanverðu landinu verði jólin rauð, eða í það minnsta aðfangadagur. Gular veð- urviðvaranir eru í gildi frá morgni á Faxaflóa, Breiðafirði og Vest- fjörðum vegna talsverðrar eða mik- illar rigningar. Þær gilda fram á jólanóttina. Upp úr hádegi tekur gul viðvörun gildi á Ströndum og öllu Norðurlandi vegna storms. Rigning verður um landið sunn- an- og vestanvert í dag, en hægari vindur og þurrt á Austurlandi fram á kvöld. Veðurspá Veðurstofu Ís- lands gerir ráð fyrir hlýnandi veðri, 4-13 stigum síðdegis. Á morgun, jóladag, er útlit fyrir suðvestan 13-18 m/s og él. Í fyrstu rignir austanlands en þar styttir upp með morgninum. Veðurfræð- ingur hjá Veðurstofunni segir að él- in byrji snemma á jóladagsmorgun. Veðurstofan úrskurðar formlega um það hvort jólin hafi verið hvít eða rauð á jóladagsmorgun. Gular viðvaranir á aðfangadag Morgunblaðið/Hari Regn Líklega rignir duglega víða um land í dag, aðfangadag, og verður vindasamt. Yfir jólin munu alls 25 manns dveljast í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík. „Talan gæti eitthvað breyst, enda er veiran enn sem fyrr í gerjun og fólk áfram að veikjast,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson for- stöðumaður við blaðið í gær. Alls er hægt að taka á móti um 90 manns á Rauðarárstígnum. Af þeim sem í skjóli eru í húsinu nú eru 14 í sóttkví og 11 í einangrun; Íslendingar og fólk af öðru þjóðerni. „Hér er nokkuð af hælisleitendum sem eiga ekki í önnur hús að venda. Í einangr- un er svo til dæmis fólk sem er veikt og getur ekki dvalist á heimili sínu vegna þrengsla, fjölskylduaðstæðna eða annars. Aðstæður fólks eru ólíkar og því verður að mæta,“ segir Gylfi. Gestum farsóttarhússins verður í kvöld færður hátíðarmatur á her- bergin, þar sem einn er í hverju þeirra. „Svo er bara vonandi að sjónvarps- dagskáin verði áhugaverð, en slíkt gerir fólki auðveldara að þrauka. Veikindi um jólin eru öllum erfið,“ segir Gylfi, sem verður einn á vakt í farsóttarhúsinu frá miðjum degi í dag fram á jóladagsmorgun. Verður hann þá leystur af hólmi, en starfsmenn hússins eru alls 15. Húsið var opnað í mars síðastliðn- um og hefur alls 921 komið þangað til dvalar. Af þeim hópi hafa 432 verið í einangrun. Gylfi Þór gerir ráð fyrir að starfsemi verði haldið úti eitthvað fram á nýtt ár. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Farsóttarhús Starfsemin verður áfram fram á nýtt ár, segir Gylfi Þór. 25 í farsóttar- húsinu um jólin  11 í einangrun nú  921 dvalið í ár Kórónu- veirusmit Nýgengi innanlands: 29,7 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 426.072 sýni hafa verið tekin 149 eru með virkt smit og í einangrun 572 einstaklingar eru í sóttkví 24 eru á sjúkrahúsi, þar af 1 á gjörgæslu Nýgengi, landamæri: 15,5 12 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring H ei m ild : c ov id .is Skötuveislur virðast hafa farið að mestu leyti fram í heimahúsum þetta árið ef marka má orð Geirs Más Vilhjálmssonar, eiganda fisk- búðarinnar Hafbergs í Gnoðarvogi. Geir hélt skötuveislu í gær fyrir hverja þá sem mæta vildu. „Hvern- ig dettur þér í hug að hringja núna?“ spurði Geir þegar blaða- maður Morgunblaðsins hringdi í hann í gærkvöldi. Hann var nú bara að gantast en viðurkenndi þó að „bilað“ hefði verið að gera. „Jú, sal- an var vonum framar. Við vorum með skötuveislu fyrir 15 manns í einu og allir fengu 45 mínútur. Ég held að þetta hafi endað í 150 manns. Allir sprittaðir auðvitað.“ Jólaverslun gengið ótrúlega Sigurður Reynaldsson fram- kvæmdastjóri Hagkaups segir að viðskiptavinir hafi aðlagast breytt- um aðstæðum við jólaverslun í ár. „Salan gekk mjög vel í dag. Fólk var byrjað fyrr og klárar seinna. Einhverjir voru í Skeifunni klukk- an sjö í morgun og í gærkvöldi rétt fyrir miðnætti þurftum við að hleypa inn í hollum í Garðabæ.“ Hann segir að viðskiptavinir hafi sýnt samstarfsvilja við erfiðar að- stæður. „Kúnninn hefur brugðist vel við og síðustu tveir dagar hafa gengið ótrúlega.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorláksmessa Skatan hjá Geir í Hafbergi var vel kæst að venju. Tindabikkjan er beint að vestan en hefðbundna þykka og stóra gráskatan mestöll að sunnan. Viðskiptavinir voru með allar sóttvarnir á hreinu eins og sjá má. „Allir sprittaðir“ í skötu  Skötuveislur færast í heimahús  Jólaverslun gengið vel  Viðskiptavinir verslana hafa aðlagast nýjum aðstæðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjör Jólastemning var í miðbænum í gær eins og vant er á Þorláksmessu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.