Morgunblaðið - 24.12.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.12.2020, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 www.gilbert.is Gleðileg jól og farsælt komandi ár S vo bar til um þessar mundir, segir í Jóla- guðspjallinu. Mikið stóð til og fólkið flykktist til Betlehem vegna mann- talsþings. Boð kom frá „Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina,“ eins og orðrétt stendur í ritningunni. Einmitt við þær aðstæður gerðist undrið mikla. Ung kona ól barn í fjárhúsi, þangað sem hirðana bar að og sáu sveininn unga liggjandi í jötu. Tímamóta- viðburður! Eins og hjá Ágústusti Jólahald í heiminum er nú með öðrum brag og lágstemmdari en hefð er fyrir. Því veldur kórónu- veiran. Reyndar er þess vænst að hún verði kveðin í kútinn innan tíðar með þeim lyfjum sem nú eru að koma á markaðinn. Slíkt verður gert eftir skráningum, líkt og hjá Ágúst- usi forðum, en þær þurfa að liggja fyrir þegar bólusetja á heimsbyggð- ina. Hátíðarbragur heimsins er öðru- vísi en áður þessi jólin. Messur og tónleikar eru á netinu. Þangað hefur verslun líka mikið færst, og varn- ingur er sendur til þeirra sem panta. Fólk heldur sig heima og finnur gleði og fyllingu í hinu einfalda. Skreytingar og skemmtilegt Allir búast við að úr rætist innan tíðar með hækkandi sól, með líku lagi og fæðing frelsarans fyrir 2020 árum var upphaf á miklu ævintýri sem enn stendur. Um það vitnar ljósadýrð jólanna, skreytingar og annað skemmtilegt sem ljósmynd- arar AFP hafa séð og fangað og finna má á fréttaveitum. sbs@mbl.is Jólahald í veröldinni Myndir berast víða frá af jólahaldi sem verður öðruvísi nú en að jafnaði gerist. Heimurinn heldur niðri í sér andanum, en svo birtir til með bólu- setningum sem hefjast af krafti á næstu dögum. AFP Mónakó Afar jólalegt er um að litast í örríkinu. Torgið fyrir framan spila- vítið fræga og glæsihótelið de Paris er ljósum prýtt svo eftir er tekið. Kólumbía Heilbrigðisstarfólk í álfabúningum dansar á götum úti í herferð til að vekja athygli á forvörnum gegn kórónuveirunni sem ætlar að verða æði aðsópsmikil þar í landi nú um jólahátíðina og er nú í sókn. Rússland Ljósum prýdd tré og torg við hallarbyggingu í St. Pétursborg. Víetnam Gleði barna er alltaf einlæg og söm, þótt menningarhefðir austur í Hanoi séu jafn ólíkar því sem gerist á Vesturlöndum og mest má verða. Ísrael Verslunarmaður í minjagripabúð í biblíuborginni Betlehem. Fátt er þar um ferðamenn um jól, ólíkt því sem jafnan gerist, af augljósri ástæðu. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, mun gegna lykilhlutverki í CO- VAX-samstarfinu, samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn kórónuveirunni meðal fátækari ríkja heims. Þar mun UNI- CEF leiða innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og milli- tekjuríkja. Mikið er í húfi; árangur af þróunarhjálp margra áratuga. „Þetta er stærsta verkefni UNICEF á sviði bólusetninga fyrr og síðar og umfangið er sögulegt, enda aldrei jafn mikið verið í húfi,“ segir í til- kynningu, haft eftir Birnu Þórarins- dóttur, sem er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Mikilvæg vinna Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja 2 milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok næsta árs. UNI- CEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetja UNICEF og sam- starfsaðilar hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættu- legum sjúkdómum á borð við misl- inga, mænusótt, rauða hunda og stíf- krampa. Nú þegar hefur UNICEF komið upp gríðarstórum lager af sprautum og viðræður eru í fullum gangi, meðal annars við stærstu flugfélög heims, um dreifingu á bólu- efnum gegn Covid-19, segir í tilkynn- ingu. Þegar bóluefni er komið á staðinn er margt eftir. Veita þarf tæknilegan og fjárhagslegan stuðning, þjálfa heilbrigðisstarfsfólk og byggja upp traust til bólusetninga í frumstæðum samfélögunum, þar sem fólk þekkir lítt til þróaðrar heilbrigðisþjónustu eins og vel þekkt er á Vesturlöndum. „Öll þessi vinna er gífurlega mikil- væg til þess að fátækari ríki heims- ins verði ekki skilin eftir. Slíkt myndi hafa skelfilegar og óafturkræfar af- leiðingar fyrir börn um allan heim. Þetta er ekki búið fyrr en við höfum náð að bólusetja allan heiminn,“ seg- ir Birna Þórarinsdóttir. UNICEF stendur í stórræðum vegna veirunnar Ætla að bólusetja allan heiminn Ljósmynd/UNICEF Bólusetning Í þróunarlöndum er risavaxið verkefni nú fram undan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.