Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 14

Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 www.gilbert.is Gleðileg jól og farsælt komandi ár S vo bar til um þessar mundir, segir í Jóla- guðspjallinu. Mikið stóð til og fólkið flykktist til Betlehem vegna mann- talsþings. Boð kom frá „Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina,“ eins og orðrétt stendur í ritningunni. Einmitt við þær aðstæður gerðist undrið mikla. Ung kona ól barn í fjárhúsi, þangað sem hirðana bar að og sáu sveininn unga liggjandi í jötu. Tímamóta- viðburður! Eins og hjá Ágústusti Jólahald í heiminum er nú með öðrum brag og lágstemmdari en hefð er fyrir. Því veldur kórónu- veiran. Reyndar er þess vænst að hún verði kveðin í kútinn innan tíðar með þeim lyfjum sem nú eru að koma á markaðinn. Slíkt verður gert eftir skráningum, líkt og hjá Ágúst- usi forðum, en þær þurfa að liggja fyrir þegar bólusetja á heimsbyggð- ina. Hátíðarbragur heimsins er öðru- vísi en áður þessi jólin. Messur og tónleikar eru á netinu. Þangað hefur verslun líka mikið færst, og varn- ingur er sendur til þeirra sem panta. Fólk heldur sig heima og finnur gleði og fyllingu í hinu einfalda. Skreytingar og skemmtilegt Allir búast við að úr rætist innan tíðar með hækkandi sól, með líku lagi og fæðing frelsarans fyrir 2020 árum var upphaf á miklu ævintýri sem enn stendur. Um það vitnar ljósadýrð jólanna, skreytingar og annað skemmtilegt sem ljósmynd- arar AFP hafa séð og fangað og finna má á fréttaveitum. sbs@mbl.is Jólahald í veröldinni Myndir berast víða frá af jólahaldi sem verður öðruvísi nú en að jafnaði gerist. Heimurinn heldur niðri í sér andanum, en svo birtir til með bólu- setningum sem hefjast af krafti á næstu dögum. AFP Mónakó Afar jólalegt er um að litast í örríkinu. Torgið fyrir framan spila- vítið fræga og glæsihótelið de Paris er ljósum prýtt svo eftir er tekið. Kólumbía Heilbrigðisstarfólk í álfabúningum dansar á götum úti í herferð til að vekja athygli á forvörnum gegn kórónuveirunni sem ætlar að verða æði aðsópsmikil þar í landi nú um jólahátíðina og er nú í sókn. Rússland Ljósum prýdd tré og torg við hallarbyggingu í St. Pétursborg. Víetnam Gleði barna er alltaf einlæg og söm, þótt menningarhefðir austur í Hanoi séu jafn ólíkar því sem gerist á Vesturlöndum og mest má verða. Ísrael Verslunarmaður í minjagripabúð í biblíuborginni Betlehem. Fátt er þar um ferðamenn um jól, ólíkt því sem jafnan gerist, af augljósri ástæðu. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, mun gegna lykilhlutverki í CO- VAX-samstarfinu, samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn kórónuveirunni meðal fátækari ríkja heims. Þar mun UNI- CEF leiða innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og milli- tekjuríkja. Mikið er í húfi; árangur af þróunarhjálp margra áratuga. „Þetta er stærsta verkefni UNICEF á sviði bólusetninga fyrr og síðar og umfangið er sögulegt, enda aldrei jafn mikið verið í húfi,“ segir í til- kynningu, haft eftir Birnu Þórarins- dóttur, sem er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Mikilvæg vinna Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja 2 milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok næsta árs. UNI- CEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetja UNICEF og sam- starfsaðilar hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættu- legum sjúkdómum á borð við misl- inga, mænusótt, rauða hunda og stíf- krampa. Nú þegar hefur UNICEF komið upp gríðarstórum lager af sprautum og viðræður eru í fullum gangi, meðal annars við stærstu flugfélög heims, um dreifingu á bólu- efnum gegn Covid-19, segir í tilkynn- ingu. Þegar bóluefni er komið á staðinn er margt eftir. Veita þarf tæknilegan og fjárhagslegan stuðning, þjálfa heilbrigðisstarfsfólk og byggja upp traust til bólusetninga í frumstæðum samfélögunum, þar sem fólk þekkir lítt til þróaðrar heilbrigðisþjónustu eins og vel þekkt er á Vesturlöndum. „Öll þessi vinna er gífurlega mikil- væg til þess að fátækari ríki heims- ins verði ekki skilin eftir. Slíkt myndi hafa skelfilegar og óafturkræfar af- leiðingar fyrir börn um allan heim. Þetta er ekki búið fyrr en við höfum náð að bólusetja allan heiminn,“ seg- ir Birna Þórarinsdóttir. UNICEF stendur í stórræðum vegna veirunnar Ætla að bólusetja allan heiminn Ljósmynd/UNICEF Bólusetning Í þróunarlöndum er risavaxið verkefni nú fram undan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.