Morgunblaðið - 24.12.2020, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.12.2020, Qupperneq 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Jólunum fylgir gleði, eins og boð- skapur þeirra gefur tilefni til. Krakk- arnir kætast, enda eru jólin oft sögð hátíð þeirra. Skrýtnir karlar koma of- an af fjöllum til þess að gleðja börn með blik í auga. Vegna sóttvarna hafa jólasveinar þó stundum, til dæmis í heimsóknum á leikskóla, þurft að halda sig utandyra, syngja þar og sprella, sem hefur reyndar ekki komið að sök. Börnin kunna vel að meta þetta allt. Á aðventunni mættu jólasveinar af hinni rammíslensku gerð á Þjóðminja- safnið, en löng hefð er fyrir því að fyr- ir jólin sé fræðslu og fjöri þar blandað saman í dagskrá fyrir börnin og raun- ar alla aldurshópa, ef því er að skipta. Skreytingar af ýmsu tagi tilheyra jólunum og að þessu sinni var fólk raunar hvatt til þess alveg sérstak- lega að hafa þær ljóssterkar og litrík- ar. Af slíku veitti ekki nú á drungaleg- um tímum veirunnar vondu, sem vænst er að gefi eftir innan tíðar. Norður á Húsavík hafa veglegar skreytingar vakið sérstaka eftirtekt, svo sem á jólatrénu sem komið var fyrir í miðbænum. Bláleit birtan á skreytingum þess lýsir upp torg og vekur eftirtekt. Raunar þykir Húsa- víkin hafa sérstaklega jólalegan svip að þessu sinni og þegar tunglskins- birtu nýtur breytist bærinn í land þar sem ætla má að gerist hlutir sem eru tæplega af þessum heimi. Slíkir töfrar verða raunar oft til í veruleikanum, þá ef fólk er af lífi og sál tilbúið til að njóta og gefa. Að gera jólin gleðileg snýst um hugarfar – og sé það jákvætt verður hátíðin sem nú er að ganga í garð býsna góð. Morgunblaðið/Eggert rnir að skemmta utandyra. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Jólatré í miðbænum varpar fallegum bláum bjarma á umhverfið og tunglbirtan bætir um betur. Jólakveðjur til Húsvíkinga og allra landsmanna. Jól með töfrum að ganga í garð Morgunblaðið/Eggert Jólaskógur Leppalúði mætti í Ráðhúsið á dögunum þegar jólaskógur var opnaður og gengið var kringum jólatré. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Hjartatorgið Jólasveinar gleyma ferfætlingum ekki á aðventunni og hér fær einn glaðning. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Hafnarfjörður Jólasveinninn sem mætti í Jólaþorpið í Hafnarfirði bar að sjálfsögðu grímu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.