Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 33

Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Jólunum fylgir gleði, eins og boð- skapur þeirra gefur tilefni til. Krakk- arnir kætast, enda eru jólin oft sögð hátíð þeirra. Skrýtnir karlar koma of- an af fjöllum til þess að gleðja börn með blik í auga. Vegna sóttvarna hafa jólasveinar þó stundum, til dæmis í heimsóknum á leikskóla, þurft að halda sig utandyra, syngja þar og sprella, sem hefur reyndar ekki komið að sök. Börnin kunna vel að meta þetta allt. Á aðventunni mættu jólasveinar af hinni rammíslensku gerð á Þjóðminja- safnið, en löng hefð er fyrir því að fyr- ir jólin sé fræðslu og fjöri þar blandað saman í dagskrá fyrir börnin og raun- ar alla aldurshópa, ef því er að skipta. Skreytingar af ýmsu tagi tilheyra jólunum og að þessu sinni var fólk raunar hvatt til þess alveg sérstak- lega að hafa þær ljóssterkar og litrík- ar. Af slíku veitti ekki nú á drungaleg- um tímum veirunnar vondu, sem vænst er að gefi eftir innan tíðar. Norður á Húsavík hafa veglegar skreytingar vakið sérstaka eftirtekt, svo sem á jólatrénu sem komið var fyrir í miðbænum. Bláleit birtan á skreytingum þess lýsir upp torg og vekur eftirtekt. Raunar þykir Húsa- víkin hafa sérstaklega jólalegan svip að þessu sinni og þegar tunglskins- birtu nýtur breytist bærinn í land þar sem ætla má að gerist hlutir sem eru tæplega af þessum heimi. Slíkir töfrar verða raunar oft til í veruleikanum, þá ef fólk er af lífi og sál tilbúið til að njóta og gefa. Að gera jólin gleðileg snýst um hugarfar – og sé það jákvætt verður hátíðin sem nú er að ganga í garð býsna góð. Morgunblaðið/Eggert rnir að skemmta utandyra. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Jólatré í miðbænum varpar fallegum bláum bjarma á umhverfið og tunglbirtan bætir um betur. Jólakveðjur til Húsvíkinga og allra landsmanna. Jól með töfrum að ganga í garð Morgunblaðið/Eggert Jólaskógur Leppalúði mætti í Ráðhúsið á dögunum þegar jólaskógur var opnaður og gengið var kringum jólatré. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Hjartatorgið Jólasveinar gleyma ferfætlingum ekki á aðventunni og hér fær einn glaðning. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Hafnarfjörður Jólasveinninn sem mætti í Jólaþorpið í Hafnarfirði bar að sjálfsögðu grímu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.