Stefnir - 01.10.1951, Page 10
8
STEFNIR
neina viðleitni í því að aðstoða
fjármálaráðherra Sjálfstæðis-
manna við að halda jafnvægi í
ríkisbúskapnum, en núverandi
fjármálaráðherra hefur hins veg-
ar notið mjög einlægs stuðnings
ráðherra Sjálfstæðisflokksins við
allar tilraunir hans til að spyrna
gegn síhækkandi ríkisútgjöldum.
Á síðasta þingi var gerð til-
raun til að draga saman seglin
með því að leggja niður ýms em-
bætli og gera aðrar ráðstafanir
til að minnka ríkisútgjöldin. Því
miður hefur ekki orðið það
framhald á þessum ráðstöfunum,
sem flestir hafa vonast eftir. Er
auðvitað við marga erfiðleika að
etja, meðan haldið er uppi hóf-
lausum kröfum á hendur ríkis-
sjóði um útgjöld til allra hluta.
en ríkisstjórnin verður að kveða
slíkar kröfur niður, svo sem
auðið er.
Snúa verður við í tœka tíð.
Þrátt fyrir það, að gert er ráð
fyrir framlengingu allra skatta,
gerir lítið betur en tekjur og
gjöld standist á í hinu nýja fjár-
lagafrumvarpi. Er þó þar aðeins
reiknað með kaupgjaldsvísitölu
141 stig, en það mun reynast of
lágt.
Með svipaðri þróun á næsta ári
verður ekki séð hversu komizt
verður hjá greiðsluþroti á árinu
1953, því að engum mun væntan-
lega hugkvæmast, að auðið sé að
leggja á nýja skatta. Virðast því
síðustu forvöð að nema staðar,
áður en í fullt óefni er komið,
og reyna að draga saman seglin.
Naumast verður um annað að
ræða en samþykkja lítið breytt
fjárlagafrumvarp það, sem nú
liggur fyrir þinginu, en það er
mjög leitt, að fjármálaráðherra
skuli ekki hafa undirbúið neinar
meiri háttar tillögur um sparn-
að, svo að auðið væri að létta
fólkinu sívaxandi dýrtíð með
einhverri lækkun skatta.
Eins og horfur eru mun ríkis-
stjórnin ekki komast hjá því að
láta nú þegar hefja víðtæka at-
hugun á því, hversu létt verði
svo á ríkissjóði, að hægt verði að
koma saman greiðsluhallalausum
fjárlögum á næsta ári. Ég trúi
ekki öðru en þjóðin hafi al-
mennt skilning á því, að einhverju
verði að fórna til þess að geta
snúið við, áður en út í algert
kviksyndi er komið.
Ungir Sjálfstœðismenn
og Landsfundurinn.
Nýlokið er nú fjölmennasta
Landsfundi, sem Sjálfstæðisflokk-