Stefnir - 01.10.1951, Blaðsíða 16

Stefnir - 01.10.1951, Blaðsíða 16
14 STEFNIR vissi ekki hvaðan hún stafaði, varð hún heldur ekki umflúin, Og í fullkominni upgjöf fleygði hann sér flötum í hjarnið, lokaði augunum og tók að biðjast fyrir. Þarna lauk draumnum, eða öllu heldur martröðinni; kornélja- hríðin á glugganum reyndist nægilega öflug til þess að rífa hann lausan. í fyrsta sinn á ævinni blessaði Greipur Finnbogason útsynn- ingsbylinn, — hann settist upp og kveikti á kerti. „Er það samvizkubitið, sem leikur mig svona?“ hugsaði hann um leið og hann tók að klæða sig. „Ekki þar fyrir að ég ætti neitt með að bjóða konugarminum og drengtetrinu hennar gistingu, — nema þá að eftirláta þeim þessa skonsu mína og fara sjálfur í hlöðuna, þetta hefði ég náttúrulega getað gert, en það er nú of seint séð“. I þessari ályktun fólst þó ekki svo lítið af lygi, og það vissi hann ofurvel. Vitanlega hafði honum í tæka tíð flogið í hug, að hann gæti sjálfur hýst mæðginin, og það hefði hann líka gert ef hann hefði verið einn síns liðs, þegar hann hitti þau við túnhliðið í gærkvöldi. En hann var ekki einn, og því fór sem fór. Jón Haf- liðason. í návist þess manns var hann —- Greipur Finnbogason — hvorki eitt né neitt, — lítið meira en skuggi manns; í hæsta lagi mannsnafn, sem öðrum þræði var þó hundsnafn. Jú, hund mátti víst telja hann, góðan, tryggan, vel vaninn hund, sem án sjálfræðis fylgdi sérhverri bendingu húsbónda síns, og leit á það sem náð til handa sér óverðugum. Greipur Finnbogason var nú alklæddur. Enn var lítt tekið að lýsa, dagur órunninn, nótt. En það var sama, nú yrði hann að hlýða sjálfs síns kalli en ekki annarra, vera sá maður, sem enn leyndist með hon- um þrátt fyrir allt. Hann opnaði skáp, sem stóð aftan við rúmgafl- inn, matarskápinn, og tók út úr honum sláturkepp, rúgbrauð, harð- fisk og smjör. Nokkuð át hann sjálfur, en mestum hluta þessara matvæla stakk hann ofan í hnakktösku úr selskinni og spennti hana með ól yfir um herðar sér; síðan slökkti hann ljósið og gekk út. Élið var liðið hjá, en hryssingslegur vindur stóð af suðvestri og jörðin var þakin blautum snjógráða. Greipur dró prjónahúfuna lengra niður yfir vangana, einkum þann vinstri, þeim megin sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.