Stefnir - 01.10.1951, Side 16
14
STEFNIR
vissi ekki hvaðan hún stafaði, varð hún heldur ekki umflúin, Og í
fullkominni upgjöf fleygði hann sér flötum í hjarnið, lokaði augunum
og tók að biðjast fyrir.
Þarna lauk draumnum, eða öllu heldur martröðinni; kornélja-
hríðin á glugganum reyndist nægilega öflug til þess að rífa hann
lausan.
í fyrsta sinn á ævinni blessaði Greipur Finnbogason útsynn-
ingsbylinn, — hann settist upp og kveikti á kerti.
„Er það samvizkubitið, sem leikur mig svona?“ hugsaði hann
um leið og hann tók að klæða sig. „Ekki þar fyrir að ég ætti neitt
með að bjóða konugarminum og drengtetrinu hennar gistingu, —
nema þá að eftirláta þeim þessa skonsu mína og fara sjálfur í
hlöðuna, þetta hefði ég náttúrulega getað gert, en það er nú of
seint séð“.
I þessari ályktun fólst þó ekki svo lítið af lygi, og það vissi
hann ofurvel. Vitanlega hafði honum í tæka tíð flogið í hug, að
hann gæti sjálfur hýst mæðginin, og það hefði hann líka gert ef
hann hefði verið einn síns liðs, þegar hann hitti þau við túnhliðið
í gærkvöldi. En hann var ekki einn, og því fór sem fór. Jón Haf-
liðason. í návist þess manns var hann —- Greipur Finnbogason —
hvorki eitt né neitt, — lítið meira en skuggi manns; í hæsta lagi
mannsnafn, sem öðrum þræði var þó hundsnafn. Jú, hund mátti víst
telja hann, góðan, tryggan, vel vaninn hund, sem án sjálfræðis fylgdi
sérhverri bendingu húsbónda síns, og leit á það sem náð til handa
sér óverðugum.
Greipur Finnbogason var nú alklæddur. Enn var lítt tekið að lýsa,
dagur órunninn, nótt. En það var sama, nú yrði hann að hlýða sjálfs
síns kalli en ekki annarra, vera sá maður, sem enn leyndist með hon-
um þrátt fyrir allt. Hann opnaði skáp, sem stóð aftan við rúmgafl-
inn, matarskápinn, og tók út úr honum sláturkepp, rúgbrauð, harð-
fisk og smjör. Nokkuð át hann sjálfur, en mestum hluta þessara
matvæla stakk hann ofan í hnakktösku úr selskinni og spennti hana
með ól yfir um herðar sér; síðan slökkti hann ljósið og gekk út.
Élið var liðið hjá, en hryssingslegur vindur stóð af suðvestri og
jörðin var þakin blautum snjógráða. Greipur dró prjónahúfuna
lengra niður yfir vangana, einkum þann vinstri, þeim megin sem