Stefnir - 01.10.1951, Blaðsíða 19

Stefnir - 01.10.1951, Blaðsíða 19
VÍ-ÐSJÁ 17 rýmir burt friði og ró. í nótt verður lionum einum raunar ekki kennt um ónæðið, að þessu sinni valda því sérlegar ástæður. Nauð- statt barn kvaddi hér dyra í gærkvöldi og varð að hjúkra því og vaka yfir því langt fram á nóttu, og undir morguninn dregst svo móðir þess hingað lieim, illa haldin af þreytu og vosbúð, enda farið villt vegar mikinn hluta nætur, að því er helzt verður af frásögn hennar ráðið. Þegar Greip ber að garÖi, er hún nýsofnuð við hlið sonar síns uppi á lofti í herbergi því, sem námssveinar prestsins höfðu jafnan búið í meðan hann enn hafði hér eins konar menntaskóla fyrir pilta, sem heldur kusu að nema hér á Heiði, en við menntastofnanir í höfuðstaðnum. Þessi tíðindi spyr Greipur hjá séra Hjálmari gamla sjálfum. sem er næsta uppveðraður, ef ekki stoltur af þessum sínum tveim óveðursbörnum, sem næturljós hans hið síbrennandi hafði vísað heim til hans, og líklega bjargað frá ömurlegum aldurtila úti á berangri. Aftur á móti er gamli maðurinn enn ófróður um þau atvik, sem liggja á bak við langferðalag og vegaleysi þessara um- komulitlu gesta hans og skjólstæðinga, — hann gizkar á missi eigin- manns og þrotna lífsbjargarmöguleika, sem síðan geti hafa leitt til nauÖungaruppboðs á bæ og bústofni. „Ja, ég segi nú lil svona,“ bætti hann við, — „orsakirnar geta náttúrulega verið allt aðrar. Þau eru sitt upp á hvern máta, sköpin, sem mannkindinni eru mæld, o-jæja-já. Hvernig var það, Greipur, vorum við ekki búnir að minnast á það áður, að þú hirtir fyrir mig sauðina í vetur, eins og í fyrra?“ Jú, það var víst útrætt mál, staðfestir Greipur, hann hefur lofaÖ að sjá um sauðina frá veturnóttum og koma svo hingað að fullu í þorrabyrjun, þegar Ketill fer í verið; þannig verði sér hagkvæmast að greiöa kennslugjald og námsvist Jóns Hafliöasonum hér á Heiði. „Afbragð. Hreinasta fyrirtak,“ kvakar gamli maðurinn, og enn einu sinni grípur hann tækifærið til þess að kveða lofsönginn um gáfur nemanda síns, Jóns Hafliðasonar, hvernig hann svelgi í sig allan vísdóm jafnharðan eða örar en hann sé á borð borinn, og enn einu sinni ber hann sig upp undan því mótlæti, að þessi eini sonur, sem guð hafði gefið honum, Ketill Hjálmarsson, skyldi allur hneigj- ast til strits og andleysis, en forsmá bókleg vísindi og lærdómsmennt. „Jæja, Greipur, sauðurinn, farðu nú fram í eldhús til hennar Betu litlu og fáðu þér kaffisopa. Ég þarf að fara að vinna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.