Stefnir - 01.10.1951, Side 23

Stefnir - 01.10.1951, Side 23
MENN OG MÁLEFNI 21 nema Magnús Jónsson, er var sýslumaður í Eyjum, sem las m'eð honum fáeina tíma í ensku. Sýn- ir slík sjálfsmenntun fágætan dugnað og námshæfileika. Skömmu eftir lát stjúpföður síns réðst Jóhann til verzlunar- starfa við verzlun Gísla J. John- sen í Vestmannaeyjum. Vann hann þar í 9 ár eða þar til hann stofn- aði sjálfstætt verzlunar- og út- gerðarfyrirtæki með hinum kunnu athafnamönnum, Gunnari Olafs- syni, konsúl, og Pétri Thorsteins- son frá Bíldudal. Starfaði hann við það fyrirtæki meðan hann álti heimili í Eyjum og er meðeigandi í því enn þann dag í dag. Var það áratugum saman eitt með helztu atvinnurekendum í Eyjum og er enn með hæstu gjaldend- um til bæjarsjóðs. Viðtœk afskipti af atvinnu- málum. Jóhann Þ. Jósefsson reyndist þegar á unga aldri vel til forystu fallinn. Það kom í hans hlut að hafa víðtæk afskipti og forgöngu um framfaramál byggðarlags síns. í Vestmannaeyjum byggðist at- hafnalíf mjög á sjósókn og fisk- veiðum. Það hlaut því að vera mikils um vert, að útvegsmenn og sjómenn hefðu með sér skipu- Jóhann I*. Jósefsson 18 ára samall. lögð samtök um hagnýtingu afla síns. Sú varð einnig raunin á, að þar var riðið á vaðið með stofnun ýmsra félagasamtaka útvegs- manna. Má þar tilnefna Fisksölu- samlag og Lifrarsamlag, en í báðum þessum þýðingarmiklu samtökum var Jóhann Þ. Jósefs- son kjörinn formaður um langt árabil. Formaður í Lifrarsam- laginu er hann ennþá. Þessi sam- tök hafa unnið atvinnulífinu í Vestmannaeyj um ómetanlegt gagn. Björgunarmálin. Björgunar- og slysavarnarmál voru Eyjabúum af eðlilegum á-

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.