Stefnir - 01.10.1951, Síða 30
28
STEFNIR
jjFagurlyst'4 í Vestmannaeyjum.
Boston í U.S.A., Ágústu, sem
gift er ísleifi Pálssyni, verzlunar-
manni í Reykjavík og Ólaf, flug-
stjóra, er fórst með flugvélinni
„Glitfaxa“, er týndist 31. jan. þ.
á. í ferð milli Vestmannaeyja og
Reykjavíkur. Eina dóttur, Unni,
missti Jóhann árið 1931 er hún
var um tvítugt.
Heimili Jóhanns og konu hans
er nú á Bergstaðastræti 86 í
Reykjavík. Fluttu þau þangað
frá Eyjum árið 1935. Vegna
stöðugra ferðalaga á vegum rík-
isstjórnarinnar og starfa í Reykja
vík út af viðskiptasamningum
var búseta í Eyjum þá orðin ó-
hægari en áður.
Síðastl. 1—2 ár hefur Jóhann
gegnt framkvæmdastjórastörfum
hjá Sölusambandi ísl. fiskfram-
leiðenda, en í stjórn þess fyrir-
tækis hefur hann átt sæti nær
20 ár.
Þróttmikill athafna- og hœfi—
leikamaður.
Jóhann Þ. Jósefsson er fríður
maður, nokkuð yfir meðallag á
hæð. I allri framkomu er hann
prúður og viðfeldinn. Af starfs-
ferli hans, sem rakinn hefur ver-
ið í stórum dráttum hér að fram-
an má marka, að hann hefur verið
þróttmikill athafnamaður, sem