Stefnir - 01.10.1951, Page 31

Stefnir - 01.10.1951, Page 31
MENN OG MÁLEFNI 29 borið hefur gæfu til forystu um margvíslegar umbætur og fram- farir ekki aðeins í því byggSar- lagi, sem hann hefur veriS full- trúi fyrir á Alþingi í rúman ald- arfjórSung, heldur fyrir þjóSina í heild. Hæfileikar hans hafa skip- aS honum í sveit fremstu stjórn- málamanna þjóSarinnar. Hann er einn þeirra manna, sem hafizt hafa af sjálfum sér, skapaS sér sjálfum menntun sína og lífs- gengi. Allt frá því, aS hann vann fiskvinnu í Eyjum í æsku sinni fyrir 8 aura á klst., og til þess er honum voru falin hin þýSingar- mestu störf fyrir þjóS sína, hefur hann gengiS aS vinnu sinni af dugnaSi og ötulleik. Jóhann Þ. Jósefsson er nú orS- inn 65 ára. En starfsþrek hans er óbilaS. Hann á enn mörg áhuga- mál, sem hann mun halda áfram aS berjast fyrir af áhuga og einbeitni, byggSarlagi hans og þjóSfélagi til vegs og farsældar. S. Bj. MAÐUR nokkur kom inn í rakarastofu með lítinn snáða með sér. MaSurinn settist í stólinn og var klipptur, rakaður, þveginn og ilmborinn eftir öllum kúnstarinnar reglum og stóð síðan á fætur til að borga. „Ég þarf að skjótast burtu, en kem aftur eftir stund- arfjórðung,“ sagði hann, „en á meðan getið þér klippt þennan snáða. Rakarinn gerði það, en síðan liðu þrír stundarfjórðungar, og enginn „pabbi“ lét sjá sig. „Kemur faðir þinn ekki bráðum aftur, spurði hann að lokum. „Þetta var ekki faðir minn,“ svaraði stráksi. „Það var bara maður, sem spurði mig, hvort mig langaði ekki til þess að fá ókeypis klippingu.“

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.