Stefnir - 01.10.1951, Side 35
HVERS VEGNA ÉG YFIRGAF KOMMÚNISMANN
33
einhver blettur í þeirri járn-
brynju, sem flokkurinn færir
meðlimi sína í. Það er eingöngu
undir atvikunum komið, hvort
þessi veira er þegar afhjúpuð og
grandskoðuð, er hún gerir vart
við sig.
Hvað mig snerti var það al-
gjörlega persónuleg afstaða sem
réði, en við mennirnir erum svo
ólíkir, að engir tveir ganga nokk-
urntíma alveg sömu leið. Það
var enginn einstakur atburður,
sem á einu vettvangi batt enda
á kommúnismann hjá mér. Það
grófst undan honum smám sam-
an og það komu mörg atriði inn
í, áður en þessum þróunarferli
var að fullu lokið.
En það mikilvægast af öllu
var, að efinn gerði vart við sig,
því að um leið og marxisti byrj-
ar að efast, þá er búið með hans
marxisma. Efinn er hættulegasti
óvinur marxismans, því að marx-
ismann verður annað hvort að
meðtaka án fyrirvara eða hafna
honum. Árum saman hafði ég,
sem kommúnistiskur skriffinnur
ráðist á katólsku kirkjuna með
hinum vanalegu fullyrðingum
um að hún væri fasistisk
Slíkar árásir voru mjög vin-
sælar meðal lesenda okkar og
höfðu auk þess tvöföld áhrif.
Þær svertu sterkustu andstæðinga
okkar, katólikkana og fasistana
samtímis, og aðeins það var nóg
til að réttlæta þær.
Vegna greinaflokks nokkurs
var ég ákærður af katólsku
blaði fyrir meiðyrði, en ég hafði
ásakað það um að vera í höndum
fasista. Áður en málið kom fyrir
rétt settist ég við og athugaði
blaðið betur en ég hafði áður
gert.. Þetta gerði ég til að undir-
búa vörn mína, og til þess að
skilja andstæðinga mína betur,
byrjaði ég að lesa skrif helztu
blaðamanna blaðsins og útgef-
enda þess. Það voru einkum
Hilaire Belloc og C. K. Chester-
ton, sem ég las. Það réði örlög-
um mínum. Ég skildi andstæð-
inga mína alltof vel og sá, að
það voru þeir, sem höfðu rétt
fyrir sér, en að ég hafði algjör-
lega vaðið í villur. Eina áhuga-
málið, sem ég hafði haft auk
kommúnismans var ást mín á
menningu miðaldanna. Það var
mín heill, því að í katólska hlað-
inu fann ég sömu ástina og virð-
inguna fyrir þessari menningu.
í fyrstu las ég aðeins það, er
viðkom menningaráhuga mínum,
en þetta leiddi til þess að ég las
annað í blaðinu með talsvert
meiri vinsemd en ég hafði áður
gert. Nauðugur varð ég hvað eft-