Stefnir - 01.10.1951, Page 38

Stefnir - 01.10.1951, Page 38
Landsfundur Sjálf Landsfundur stæðisfl. sem hald- Sjálfstœðis- inn var í Reykja- flokksins. vík dagana 31. okt. til 4. nóvember er tvímælalaust þróttmesta og glæsi- legasta flokksþing, sem flokkur- inn hefur haldið. Sóttu hann 555 fulltrúar, þar af hátt á fjórða hundrað utan af landi. Er þetta tíundi landsfundur flokksins. Mun það ekki ofmælt að enginn stjórn- málafl. hér á landi hafi nokkru sinni haldið svo fjölmennt flokks- þing. Það er öllum Sjálfstæðismönn- um að sjálfsögðu gleðiefni að ' þessi landsfundur var eins vel sóttur og raun ber vitni. Aðalatrið- ið er þó hitt, að þar ríkti hinn mesti einhugur um stefnu og starf flokksins. Þar var mörkuð frjáls- lynd og víðsýn stefna í öllum þýðingarmestu þáttum íslenzkra þjóðmála. Fulltrúar allra stétta mættust þar og áttu sinn þátt í að marka þessa stefnu. Eftir henni mun Sjálfstæðisflokkurinn starfa á næstu árum. Andstæðingar Sjálfstæðismanna voru hinsvegar ekki sérlega ánægð ir með þessa myndarlegu sam- komu. Framsóknarmenn og blöð þeirra hafa ekki tekið á heilum sér síðan fundurinn var haldinn. Kvað svo rammt að lasleika þeirra að Tíminn kvartaði mjög yfir birtingu hinna fjölþættu ályktana fundarins í blöðum og útvarpi. Fagnaði blaðið því ákaflega er lestri þeirra var lokið í frétt- um Ríkisútvarpsins. Gefur þetta glögga hugmynd um þann ugg, sem setti að Framsóknarmönnum, ekki sízt vegna hins mikla fjölda bænda víðsvegar frá af landinu, sem fundinn sóttu.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.