Stefnir - 01.10.1951, Side 39

Stefnir - 01.10.1951, Side 39
INNLEND STJÓRNMÁL 37 í merkri yfirlits- Þýðingar ræðu, sem Ólafur mikið forystu- Thors, formaður verk. Sjálfstæðisfl. flutti um þróun íslenzkra stjórnmála í upphafi fundarins, vakti hann athygli á því þýðing- armikla forystuhlutverki, sem flokkurinn hefur rækt á undan- förnum árum. Verður ræða hans ekki rakin hér. En full ástæða er til þess að líta nokkuð aftur í tím- ann í þessu sambandi. Árin 1927 —- 1939 mátti Sjálfstæðisflokkur- inn heita svo að segja allan tím- ann utan við ríkisstj. og í stjórn- arandstöðu. Enda þótt íslending- ar hefðu þá þegar hafið þrótt- mikla baráttu fyrir margháttuð- um umbótum hallaði þó stöðugt undan fæti í efnahagsmálum þeirra á þessu tímabili. Jón Þor- láksson hafði hækkað gengi ís- lenzkrar krónu í stjórnartíð sinni, borgað niður ríkisskuldir og hafið víðtækar verklegar framkvæmdir. Famsóknarflokkurinn tók við blómlegum fjárhag ríkissjóðs ár- ið 1927. Árið 1939 voru erlend- ar ríkisskuldir orðnar um 100 millj. kr. eða sem svarar rúmum milljarði ef miðað er við núver- andi peningagildi. Gengi krón- unnar var fallið og lánstraust rík- isins þorrið. Fólkið streymdi úr sveitunum og við sjávarsíðuna ríkti atvinnuleysi og örbirgð. Þannig var myndin af íslenzku þjóðlífi, þegar Framsókn gafst upp og baðst liðsinnis Sjálfstæð- isflokksins. Sjálfstæðismenn mátu þjóðar- hag meira en flokkshagsmuni og gengu til samstarfs við hina sjálf- glöðu leiðtoga Framsóknar. Þjóð- stjórn var mynduð og Sjálfstæð- ismenn tóku við fjármálunum. Framsóknarmenn hafa síðan haldið því fram að fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins hafi verið lé- leg. En þar tala staðreyndirnar gleggstu máli. í árslok árið 1946, þegar nýsköpunarstjórnin lét af völdum og Framsókn kom aftur í ríkisstjórn, höfðu svo að segja all- ar erlendar ríkisskuldir verið greiddar upp. Það er fyrst eftir að Framsókn- arflokkurinn kemur í ríkisstjórn að nýju, að aftur tekur að halla undan fæti í fjármálum ríkisins. Sjálfstæðismenn höfðu að vísu fjármálaráðherrann í ríkisstjórn Stefáns J. Stefánss., en hann naut lélegs stuðnings hjá Framsóknar- flokknum til þess að halda fjár- reiðum ríkisins á réttum kili. Þess vegna varð verulegur greiðsluhalli á árunum 1947—49. Sjálfstæðis- flokkurinn var einnig í minni hl. á Alþingi og átti þess engan kost að ráða einn fjármálastefnunni.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.