Stefnir - 01.10.1951, Page 40

Stefnir - 01.10.1951, Page 40
38 STEFNIR Framsókn hefur Vandamdlin alltaf sagzt kunna krufin til óbrigðul ráð við mergjar. dýrtíð og verð- bólgu. En hún hef- ur aldrei lagt spilin á borðið og skýrt frá þessum úrræðum sínum. Það kom hinsvegar í hlut minni- hlutastjórnar Sjálfstæðismanna haustið 1949 að kryfja vandamál- in til mergjar og leggja fram raunhæfar tillögur um nýjar leið- ir í efnahagsmálunum. Það var kaldhæðni örlaganna að Fram- sóknarflokkurinn skyldi verða til þess að bera fram vantraust á þá stjórn til þess síðan að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um framkvæmd þeirrar stefnu, sem hún hafði markað og lagt fram tillögur um. En þetta var það, sem gerðist veturinn 1949—1950. Skal það ekki nánar rakið. Kjarni málsins er sá að Sjálf- stæðismenn tóku við slignuðum ríkisjóði úr höndum Eysteins Jónssonar árið 1939, greiddu upp ríkisskuldir, hófu stórfellda at- vinnulífsnýsköpun 1944 fyrir hagnað stríðsáranna og lögðu fram raunhæfar tillögur í efna- hagsmálunum veturinn 1950. Má því segja að þeir hafi í senn haft forystu um hinar stórfelldu at- vinnulífsumbætur síðasta áratugs og átt ríkastan þátt í að leggja grundvöll að þeim efnahagsráð- stöfunum, sem þýðingarmestar hafa verið til þess að tryggja þjóð- inni atvinnu og afkomu. Þetta haggast ekki við þá staðreynd að ýmsir utanaðkomandi erfiðleikar hafa undanfarin ár þrengt kost landsmanna nokkuð. Það er af þessu Hið auðsætt að Sjálf- sameinandi stæðisfl. hefur haft afl. gifturík afskipti af íslenzkum þjóð- málum þann tíma, sem áhrifa hans hefur gætt. Þann tíma, sem hann var utan ríkisstjórnar hallaði stöðugt undan fæti. Sú ályktijn er því sanni næst að íslenzka þjóðin hafi ekki efni á því að vera án áhrifa Sjálfstæðismanna á stjórn landsins. Hann er hið sameinandi afl hennar. Samstarf stéttanna innan vébanda hans skapar þung- ann í baráttu hans og er jafnhliða trygging þess, að hún hlýtur að miðast við alþjóðarhagsmuni. Það er þessvegna óhætt að full- yrða, að án þátttöku og forystu Sjálfstæðisflokksins hefðu hinar fjölþættu atvinnulífsumbætur síð- asta áratugs verið óframkvæman- legar. Engum er það hinvegar ljósara en Sjálfstæðismönnum, að margt hefði farið öðru vísi úr hendi ef

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.