Stefnir - 01.10.1951, Side 47
UMBROTIN í HOLLYWOOD
45
myndastjarna fyrr né síöar grætt
á leik sínum í tveim kvikmynd-
um.
í LOK ársins 1928 hófu allir fram
leiðendur framleiðslu talmynda.
Það leiddi til mikilla umskipta
fyrir mikinn liluta leikkraftanna
í Hollywood.
Framleiðendurnir í Hollywood
fengu hreinustu Broadway-svki
Leikarar, leiksviðsstjórar, hijóm-
listarmenn og rithöfundar, sem
þekktir voru í leiklisLrrlífinu í
New York, fengu nú hin glæsi-
legustu tilboð frá Hollywood Og
flestir tóku boðunum. Það v:-.r
hrein pílagrímsferð frá New
York til Hollywood og New York
sá á bak flestu sínu þekkta leik-
listarfólki. Þetta náði einnig til
kvikmyndaleikarannt., sem ; mórg
um tilfellum höfðu margra ára
ára samninga, en voru nú keypt-
ir út úr samnir.gunum með gifur-
legum fjárhæðum.
Til dæmis mætti nefna Monte
Blue, sem þá var ein vinsælasta
kvikmyndastjarnan. Rétt áður en
talmyndirnar komu, undirritaði
hann nýjan fimm ára samning
við Warner Bros, en þar hafði
hann unnið í mörg ár.
Félagið fann út, að hann var
ekki vel fallinn til að leika í tal-
myndum og keypti hann út úr
samningnum með 250.000 dollur-
um.
Fjölda mörg fleiri dærni mætti
nefna.
I mörgum tilfellum gerðu fram-
leiðendurnir skyssur í vali leik-
ara.
Jafnvel þó margir leiksviðs-
leikararnir væru snjallir í fram-
sagnarlistinni voru þeir ekki vel
fallnir til að leika í kvikmyndum.
Þá skorti hinn sérstæða „mynd-
persónuleika,“ sem er svo nauð-
synlegur á hvíta léreftinu, og
náðu ekki hylli kvikmyndahúsa-
gesta, sem í mörgum tilfellum
söknuðu eftirlætis leikara sinna.
SVO SKEÐI hið undarlega, að
margir fyrrverandi kvikmynda-
stjörnur leituðu til leikhúsanna
og kom þá í ljós, að þeir voru
mjög hæfir leiksviðsleikarar,
jafnframt því sem þeir með sín-
um þekktu nöfnum drógu að hús-
fyllir. Gegnum leiksviðið heppn-
aðist svo mörgum þeirra að kom-
ast aftur að við kvikmyndir, en
aðrir hurfu með öllu. Fyrir út-
lendu leikarana var ástandið
verst. Þeir töluðu enskuna með
erlendum hreim og framleiðend-
urnir þorðu ekki að láta þá leika
í kvikmyndum, þar til loks Greta
Garbo ruddi þeim leiðina. Hún
var svo örugg í sessi, að Metro-