Stefnir - 01.10.1951, Blaðsíða 48
46
STEFNIR
Goldwyn-Mayer framleiddu þögl-
ar myndir, sem hún lék í allt
fram til ársins 1930, og þessar
þöglu myndir meS henni drógu
eftir sem áður að sér góða aðsókn
þrátt fyrir talmyndirnar.
Sumarið 1930 kom svo fyrsta
talmyndin, sem hún lék í: Það
var „Anna Christie“ og Gréta
Garbo sló einnig í gegn í tal-
myndum. Það kom í ljós, að hin-
ar erlendu áherzlur hennar voru
ekki til skaða heldur hið gagn-
stæða. Þetta leiddi til þess, að
fjöldi útlendinga fékk atvinnu á
ný og náðu miklum vinsældum.
Meðal annarra var Ernst Rolf,
sem kom til Hollywood vorið
1930 og gerði þá samning við
Parmount um að leika í revyu-
myndum.
Ráðningartíminn átti að hefj-
ast 1931, en revyu-myndirnar, sem
þá höfðu verið einráðar á mörk-
uðunum í þrjú ár, misstu nú að
fullu vinsældir sínar, og Par-
mount keypli Ernst Rolf út úr
þessum eins árs samningi, sem
hann hafði, fyrir 100.000 kr. Má
því segja, að þessi tíu daga dvöl
hans í Hollywood 1930 hafi ver-
ið mjög vel launuð.
EFTIR ÞRIGGJA ára tærandi og
taugaæsandi tímabil, meðan óviss-
an og tilviljunin höfðu ríkt í
Hollywood, byrjaði loksins að
komast á ró í kvikmyndabænum
árið 1930.
Mikil umbrot höfðu oröið, en
nú var ekki lengur neinn vafi á,
að talmyndin hafði sigrað fyrir
fullt og allt. Og það því heldur
sem hljómtökutækin voru bætt
að verulegum mun.
Talmyndin hafði átt við mikla
tæknilega erfiðleika að stríða
fyrstu árin.
Hreyfanlegir hljóðnemar voru
ekki til, og hljóð og tal varö að
taka upp með ítrustu varfærni.
Leikararnir urðu að standa eða
sitja hver um sig undir föstum
hljóðnema er þeir töluðu, og
hljóðnemarnir voru svo við-
kvæmnir, að sérhvert smá utan-
aðkomandi hljóð, svo sem fóta-
tak eða ef dyr voru opnaöar,
kom fram eins og hreinasti skark-
ali. Utimyndir var ógjörlegt að
taka með hljóm og þessvegna voru
allar útimyndir úr sögunni. Þann-
ig hurfu t. d. allar kúrekamyndir
af markaðnum.
1930 VAR komið svo langt, að
til voru hreyfanlegir hljóðupp-
takarar, sem settir voru í bíla og
hreyfanlegir hljóðnemar, sem
gerðu leikurunum fært að hreyfa
sig meðan á upptökunni stóð. Nú
varð hraði og hreyfingar í tal-