Stefnir - 01.10.1951, Page 50

Stefnir - 01.10.1951, Page 50
ELDGOSIÐ SMÁSAGA EFTIR ERLING POULSEN ÉR VERÐIÐ AÐ skilja það, lautinant“, sagði óberstinn, og reis upp við dogg í rúminu, „þetta er engin skipun. Þetta er þjónusta, sem ég sem einstaklingur bið yður að inna af hendi fyrir mig. Sem sagt, ég vildi mjög gjarnan fá að sjá hana áður en . . .“. Óberstinn þagnaði, en ég vissi hvað hann hafði ætlað að segja: „Áður en ég dey“. Ég leit á gamla manninn, sem þjáðist af hitaveiki og hafði í tvö dægur barist við hitaveikiskast, sem læknarnir sögðu að myndi ríða honum að fullu. Mér líkaði mjög vel við þennan mann. Ég hafði starfað undir stjórn hans í sex ár og það var honum að þakka að þetta voru hamingju- ríkustu ár ævi minnar. Auk þess hafði hann eitt sinn, við Ijóna- veiðar hjá Viktoríuvatninu, bjarg- að lífi mínu. Við sólaruppkomu yfirgaf ég Nairobi í einkaflugvél óberstans. Flugmaðurinn tók stefnuna beint inn yfir hina ljósgrænu frum- skóga Kenyas í áttina til Viktor- íuvatnsins og landamæra Belg- iska Kongo. Endamarkið var Kivuvatnið, þar sem dóltir ó- berstans vann sem aðstoðarkona á rannsóknarstofu, sem nýlega hafði verið sett þar upp til að rannsaka og fylgjast með hvað gerðist í kulnandi eldfjalli. Sam- dægurs um sólsetur flugum við yfir landamæri Uganda og sáum svartan tind eldfjallsins teygja sig út við sjóndeildarhringinn, líkt og risavaxinn vísifingur. Mér fannst það bæði fallegt og töfr- andi — af því að ég vissi ekki hversu bókstaflega bæri að líta

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.