Stefnir - 01.10.1951, Page 54

Stefnir - 01.10.1951, Page 54
52 STEFNIR aftur 1913, þó skorpan sé auð- vitað þynnri hér en annars stað- ar. En það er ekki hættulegt. Eins og þér sjáið, hafa þeir inn- fæddu troðið stíg hérna þvert yf- ir, og hér er alltaf talsverð um- ferð, af því að stígurinn er hag- kvæm leið fyrir gangandi, bæði til rannsóknarstofunnar og hvíld- arheimilis stjórnarinnar. Aðeins um reglutímann er lífshætta að ferðast hérna megin í fjallinu“. „Það sem á sér stað, er“, hélt hún áfram, meðan við gengum niður eftir aftur, „að regnið hripar niður í sprungur á hraun- skorpunni, sem er tiltölulega þunn, og þegar bleytan kemur niður í kraumandi og sjóðandi leðjuna undir skorpunni, gjósa kraftmiklir gufustrókar gegnum rifurnar á skorpunni. Margir ó- aðgætnir innfæddir menn hafa brunnið til dauða af að fara yf- ir hraunið í rigningu“. Næsta morgunn komumst við heldur ekki af stað. Regntíminn var bryjaður í Belgiska Kongo og flutningabíllinn sat fastur inn í frumskóginum, hundrað kíló- metra frá Stanleyville. Við feng- um skeyti um, að vörurnar yrðu sendar áfram með innfæddum burðarmönnum. Það hlaut því að líða annar dagur, áður en við gætum lagt af stað. „Og svo kemur rigningin hing- að,“ sagði Mary. „Ég held að við ættum að fara niður að flug- vélinni og dveljast þar í nótt. Ef regnið kemur verðum við lokuð frá umheiminum af nýja hraun- inu og við verðum neydd til að fara alla leið vesur fyrir fjall- ið. Það er ferð, sem undir venju- legum kringumstæðum tekur fimm daga og um regntímann sjö eða át-ta. Og á meðan deyr óberstinn hugsaði ég, og ég sá að Mary hugsaði það sama. Anton Kaas mótmælti. Svo lengi sem loftvogin sýndi ekki regn, var fyrra að yfirgefa rannsóknarstöðina til að eyða nóttinni í svo óþægilegum dval- arstað sem flugvélinni. „Við skul- um a. m. k. bíða þar til við sjá- um regnskýin út við sjóndeild- arhringinn,“ sagði hann. Þessum degi eyddi ég með Anton Kaas og meðan við sátum saman og röbbuðum yfir vínglös- unum, styrktist sá grunur minn að þessi ungi verkfræðingur ætti ekki heima í hitabeltinu. Hann hataði Afríku. Þegar á allt var litið hafði Anton Kaas ýmsa slæma eigin- leika. Hann var smámunalegur og valdagráöugur. Á heimili sínu í Belgíu hefur hann áreiðanlega

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.