Stefnir - 01.10.1951, Page 59

Stefnir - 01.10.1951, Page 59
Getum vér hœtt minnið eftir Sir CYRIL BURT pYRIR NOKKRUM árum var fyrirlestur, er ég hélt, trufl- aður á all einkennilegan hátt. Fjórir grímuklæddir menn, vopnaðir skammbyssum, ruddust inn í salinn, og eftir nokkrar ryskingar tókst þeim að komast burtu með einn kvenstúdentinn. Þegar ró var kominn á meðal k- heyrendanna, lýsti ég því yfir, að þessi atburður væri það al- varlegs eðlis, að bezt væri að all- ir skrifuðu þegar í stað skýrslu um hann. Til að útiloka mis- skilning bað ég alla að undir- strika það, sem þeir væru fúsir til að staðfesta með eiði í réttinum. Eins og þér sennilega hafið getið yður til um, var uppþotið undirbúið í öllum atriðum. Það var því hægt að prófa framburð vitnanna mjög nákvæmlega. Niðurstaðan var undraverð. Af níutíu og fimm stúdentum — allt vel greint fólk, með próf við háskólann — var aðeins einn, sem sendi villulausa skýrslu, og hún var ekki lengri en þrjár stuttar setningar. Af hinum skýrslunum var að meðaltali fjórða hver röng. Við enduryfir- heyrslu voru þrisvar sinnum fleiri villur. Þrem vikum síðar voru stúd- entarnir aftur beðnir að lýsa at- burðinum. í þessari skýrslu núm- er tvö, gátu vitnin ekki endur- tekið nema um sextíu prósent af því, sem þau höfðu réttilega tek- ið fram í fyrstu, og í henni voru næstum því helmingi fleiri rang- ar upplýsingar. VILLURNAR voru að nokkru leyti að kenna eftirtektarleysi, en þó langtum mest minnisleysi. Og yfir því er oft kvartað. Jafn- vel hinir heimskustu eru oft á- nægðir með gáfur sínar að öðru leyti. Eldri sálfræðingar álíta minn- ið þýðingarmesta eiginleika mannsins. Þeir fullyrða, að til þess að muna sé skilningur nauð- synlegur, vél geti aldrei tileinkað sér neitt á sama hátt.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.