Stefnir - 01.10.1951, Side 61
GETUM VÉR BÆTT MINNIÐ
59
Lítum að síðustu á eftirfarandi
þrettán orð: „Ég, gekk, út, í,
garðinn, og, þar, sá, ég, dreng,
detta, í, tjörnina“. Þetta munið
þér eftir að hafa lesið það einu
sinni. Þarna er ekki hvert orð
aðeins tengt því næsta, heldur
myndar öll orðaröðin setningu
sem raunveruleg merking er í.
Það er þannig mun auðveldara
að muna hluti sem tengdir eru við
vort daglega líf, heldur en merk-
ingarlausar romsur. Hjá ungbörn-
um og vitgrennri mönnum er minn
ið þó venjulega vélrænt eins og
hið meiningarlausa þvaður hjá
páfagauk í búri. Hjá fullorðnum,
hugsandi miinnum er lærdómur-
inn mest fólginn í meðvitaðri
eftirtekt og öll æðri form lær-
dómsins eru fólgin í því, að skipa
hugmyndunum í kerfi. Hin raun-
verulega starfsemi heilans er
ekki að tengja heldur að skipu-
leggja, ekki aðeins að leggja
fjölda af múrsteinum í samliggj-
andi röð, heldur að byggja upp
úr þessari röð herbergi og hús.
Niðurstaða af fjölmörguin at-
hugunum er sú, að vér höfum
komist að raun um ýmsilegt um
minnisstarfsemina, og að mikill
hluti hinna almennu skoðana er
rangur. Það er almenn skoðun
að barn geti þroskað minnis-
hæfni sína með því að læra dag-
lega langar romsur af orðum, töl-
um eða kvæðum — hlutum sem
þau hafa engan áhuga á né gagn
af.
Menn ímynda sér, að minnið
sé hæfileiki sem auðið sé að
þroska með andlegri leikfimi
líkt og vöðvarnir í handleggjun-
um verða sterkari við reglu-
bundnar æfingar við nótnaborð.
Tilraunir hafa sannað að þetta
er rangt.
Þótt þér getið munað einhver
ákveðin orð í röð. getur það ekki
hjálpað yður með annan hóp
orða. Hæfileikinn til að muna er
meðfæddur eiginleiki, sem hver
af oss öðlast við fæðinguna. Það
getur verið mismunandi á ýms-
um sviðum, og það getur verið
betur þroskað hjá einum en öðr-
um. —■ En hjá hverjum og ein-
um helzt það nokkuð óbreytt
þótt menn breytizt við sjúkdóma
og hærri aldur.
ÞÉR GETIÐ þannig ekki
bætt minni yðar í orðsins eigin-
legu merkingu, en þér getið gert
meira úr því minni sem þér haf-
ið. Hvernig það er hægt, má
glögglega sjá af þeim dæmum,
sem ég hef nefnt. Minnið hvílir
fyrst og fremst á hugmyndasam-
henginu, og því verðið þér að
byggja flest á því.