Stefnir - 01.10.1951, Page 65

Stefnir - 01.10.1951, Page 65
SAMBANDSTIÐINDI SAMBANDSÞING ungra Sjálf- stæðismanna er haldið var á Ak- ureyri um mánaðarmót júní júlí er eitt hið fjölmennasta og glæsi- legasta landsþing sem ungir Sjálf- stæðismenn hafa haldið. Sóttu það fulltrúar frá 26 félögum ungra Sjálfstæðismanna víðs veg- ar að af landinu. Sambandsstjórn hefur nú gefið út þingtíðindi, þar sem sagt er frá störfum þingsins og birtar ályktanir þess og munu þau verða send félögum og trún- aðarmönnum samtakanna. Sumarstctrfsemin. Sjálfstæðismenn héldu héraðs- mót og flokksfundi í flestum kjördæmum landsins á sl. sumri. Ungir Sjálfstæðismenn sáu um undirbúning margra þessara móta, er öll fóru fram með hinum mestu ágætum og sýndu vel hið mikla og trausta fylgi er Sjálf- stæðisflokkurinn á að fagna hjá þjóðinni. Stofnað Félag ungra Sjálfstœð- ismanna í V.-ísafjarðarsýslu. 1 sambandi við héraðsmót Sjálf- stæðismanna í Vestur-ísafjarðar- sýslu, er haldið var á Suðureyri við Súgandafjörð 19. ágúst var stofnað félag ungra Sjálfstæðis- manna í sýslunni. Magnús Jónsson form. S. U. S. mætti á stofnfundinum. Mikill áhugi var ríkjandi á fundinum og ungir Sjálfstæðismenn í sýslunni ákveðnir í því að byggja upp öfl- ug samtök til styrktar Sjálfstæð- ismönnum í héraðinu. Form. fé- lagsins er Gunnar A. Jónsson, Haukadal. Félag ungra Sjálfstœðismanna í Dalasýslu. Dalasýsla var eitt af þeim fáu héruðum er ekki hafa starfað fé- lagssamtök ungra Sjálfstæðis- manna. En á s. 1. sumri hófust ungir Sjálfstæðismenn í sýslunni

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.