Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 32
30
mun tíðari en þá. 5 sjúklingar á einu heimili, 3 á öðru og 2 á því þrið ja.
Veikin væg í flestum og hiti oftast lágur, náði í sumum aldrei 38°.
Einn sjúklingurinn fékk ákafan kláða í hörundið, er stóð honum
fyrir svefni.
Höfðahverfis. Gulusótt fyrstu mánuði ársins.
Öxarfj. Gula barst úr nágrenni Raufarhafnar síðari hluta sumars,
vafalaust úr öðrum héruðum, sennil. Þistilfjarðarhéraði, því þar gekk
þessi kvilli litlu fyrr.
Síðu. Gula barst hingað í júlí. Fyrst veiktist kaupakona, frá Vík í
Mýrdal, á mínu heimili. Hún var komin fyrir rúmri viku, er hún lagð-
ist, 21. júlí. Til Víkur var hún komin fyrir skömmu frá Vestmanna-
eyjum, og hafði þar verið með stúlku, sem hafði gulu. 21. ágúst lagð-
ist vinnumaður minn, 18 ára að aldri. Þau lágu bæði eina viku og
gátu gengið að störfum á níunda degi. Ég tel víst, að pilturinn hafi
smitazt af stúlkunni, og þá helzt áður en hún lagðist, því stúlkan var
einangruð, og pilturinn kom ekki inn til hennar meðan hún lá. 4.
ágúst lagðist 12 ára drengur í Hörgsdal, hann hafði aldrei séð stúlk-
una, sem veiktist hér á Breiðabólstað, en bróðir hans hafði verið í
Vestmannaeyjum til loka (11. maí) um vorið. 6. september veiktust
tvö systkini drengsins, 23 og 25 ára. Stúlka, 14 ára, hafði dvalið viku-
tíma í Hörgsdal og fór heim til sín daginn áður en drengurinn lagðist,
en hún á heima á mjög afskekktum bæí Fljótshverfi. Þessi stúlka veikt-
ist 4. sept., hafði hún aldrei farið að heiman eftir að hún kom frá
Hörgsdal. Kona, 36 ára, á næsta bæ við Hörgsdal, veiktist 6. sept. með
háum hita, höfuðverk og lystarleysi. Mér virtust einkenni þau sömu
og hjá hinurn, en gula var ekki komin, þegar ég skoðaði konuna, á 3.
degi, nema mér virtist hún byrjandi í conjunctiva. Konan lá í viku,
en seinna.var mér sagt, að hún hefði aldrei orðið gul. Þori ég því ekki
að fullyrða, að hér hafi verið um gulu að ræða, þótt óneitanlega margt
mælti með því. 2 sjúklingar, drengur 8 ára og karlmaður 26 ára, veikt-
ust á sama bæ í Öræfum, í september; fékk ég lýsingu af veiki þeirra í
símtali, og taldi víst, að um gulusótt væri að ræða, enda kom gulan
greinilega í Ijós á eftir. Ekkert verður vitað um, hvernig smitið hafði
borizt til þeirra, en eftir upplýsingum, sem ég fékk, lá næst að halda,
að þangað hefði það hlotið að berast með dauðum munum. Af því,
sem hér hefir verið sagt, ræið ég það, að meðgöngutími veikinnar sé
4%—5 vikur, og að sjúklingar smiti í byrjun veikinnar, jafnvel áður
en þeir finna til lasleika sjálfir. Veikin byrjaði með magnleysi, höf-
uðverk og ógleði, sumir fengu uppsölu. Hiti varð í byrjun um 39°,
en lækkaði fljótlega aftur. Sumir fengu vondan verk undir bring-
spalir, en aðrir voru verkjalausir, eftir að hiti féll og' höfuðverkur
batnaði, en máttleysið varaði lengur. Þeir, sem lögðust strax, voru
þó sæmilega vinnufærir eftir 8 daga; en þrálátari varð veikin i þeim,
sem píndu sig til vinnu i byrjun veikinnar eða fóru of snemma á
fætur. Gulan kom í ljós eftir 3—4 daga, um það leyti, sem sjúkling-
urinn var orðinn hitalaus. Margir fleiri unglingar voru á heimilun-
um, sérstaklega þar sein systkinin veiktust 3. Lítil eða engin varúð var
viðhöfð, og því sjáanlegt, að bráðsmitandi er veikin ekki. Ég lét sjúk-