Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 70
68
því kúahald þar í vöxt með hverju ári, svo að gera má ráð fyrir að
innan skamms verði til fulls bætt úr mjólkureklunni. Nýr fiskur er
aðalfæða í kauptúnunum allt árið.
Flateijjar. Viðurværi fólks í héraðinu má teljast allgott. Nýmeti fæst
í eyjunum mikinn hluta árs. Ræktunin er hér skammt á veg komin.
í Flatey eru tæpar 20 kýr. Ef eyjan væri öll ræktuð, gætu búið þar að
minnsta kosti helmingi fleiri.
Öxarfj. Fatnaður manna tekur litlum breytingum þessi ár. Tel ekki
þó pils falli eða stígi um tommu eða svo. Nærföt úr ull, flest prjónuð,
brækur kvenna þó tíðast úr búðum. Ytri föt karla hlý, og sokkar og
vetlingar heimagerðir. Vetrarhúfur ekki góðar. Fötum kvenna tekur
ekki að lýsa. Sokkar þeirra og barna þunnir. Skóplögg úti að mestu
gúmmískór. Skrifað hefi ég hér um fótabúnað skólabarna í blað, er
gengur. En tízkan er sterkari en ég og kvenfólkið í hennar vasa.
Vopnafj. Skófatnaður er aðallega gúmmískór og falla þó mörgum
þeir illa. Áreiðanlega eru þeir óhollir öllum, sem fótrakir eru. Leður
óseljanlegt, og enginn vill nota það framar.
6. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Áfengisnautn hverfandi lítil. Helzt drukkið Spánarvin.
Kaffidrykkja mikil, te og kakaó minna notað. Tóbaksnautn mikil.
Neftóbaks mest neytt og vindlingar reyktir, sérstaklega af ungu fólki.
Munntóbaksnautn hefir aftur minnkað að miklum mun. ^
Borgarfj. Kaffidrykkja er mikil í héraðinu og tóbaksnautn, einkum
neftóbaks. Víndrykkja mjög lítil.
Borgarnes. Áfengissala er hér engin opinber, en sagt er að töluvert
sé haft um hönd af bruggi, — svo kölluðum „íslendingi“, og býst ég
við að það sé óhollur drykkur. Spánarvín er drukkið töluvert við og
við, en þykir dýrt og slæmt. Æskilegt væri að gott öl fengist, ofurlít-
ið áfengt. Það mundi koma í veg fyrir að menn drykkju annað verra.
1'óbaksnautn er töluverð —- sigarettureykingar.
Ólafsvíknr. Áfengisnautn er lítil, en kaffi og tóbaksnautn mikil.
Flateyjar. Áfengis er ekki neytt hér, svo teljandi sé.
ísafj. Áfengisnautn var hér mjög mikil fyrri hluta ársins og
horfði til vandræða. Fyrir samtök verkamanna, sem studd voru af
bæjarstjórn, og nærri undantekningarlaust af öllum bæjarbúum, án
tillits til pólitískra flokka, tókst að koma því til leiðar, að dregið var
mjög úr áfengissölu rikisins hér, og sá þess strax mikinn stað.
Þistilfj. Áfengisnautn ekki teljandi, þó stöku sinnum komi send-
ingar frá Áfengisverzlun ríkisins.
Berufj. Áfengisnautn mun nokkuð almenn, en gætir lítið opinberlega.
Tóbalcsnautn unglinga mun vera þó nokkur. Mest reykja menn vindl-
inga, og sá siður mun vera orðinn alltíður að draga reykinn ofan í lungun.