Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 8
6
Hólx. Afkoma almennings var að vísu sæmileg árið 1930, en þó eigi
betri en svo, að hreppsnefnd og heilbrigðisnefnd hafa lir mjög litlu
að spila til heilbrigðismála.
Hólmavíkur. Afkoma almennings í héraðinu sæmileg. Framfarir
talsverðar.
Suarfdæla. Árferði var stórum verra en síðustu árin á undan. Að vísu
var enn uppgripaafli, en kostnaður við útgerð orðinn svo mikill, að
ekkert má út af bera, hvorki með afta né verð. Nú var aflinn að visu
mikill, sem sagt var, en mjög mikil verðlækkun á sjávarafurðum hefir
valdið því, að útgerðarmönnum hefir mörgum gengið illa að standa í
skilum, og horfur því ekki glæsilegar.
Öxarfj. Skuldir vaxa stöðugt. Vellíðan í fæði og fatnaði víða fals,
fengin í skuld, sem einhver verður að borga og einhverntíma verð-
ur að borga. Það verður væntanlega gert, þegar harðnar í ári, afurðir
falla ofan í svipað verð og fyrir stjæjöld, en kaup er orðið svo hátt, að
enginn xæynir að kaupa vinnu.
Vopnafj. Afkoma manna nokkuð misjöfn. Óvenjumikil vinna við
vega og brúargerðir allt vorið og sumarið, og afkoma daglauna-
inanna með bezta móti. Afurðir hjá bændum með allra mesta móti en
verðið hraklegt á öllum landbúnaðarafurðum nema kjöti, sem stóð í
stað eða því sem næst. Afkorna bænda því frekar erfið. Fiskafli í góðu
meðallagi, en verðið afar lágt. Allir, sem útgerð stunduðu, urðu fyrir til-
finnanlegu tapi á atvinnurekstri sínurn. G,erðir voru út 12 smáir vél-
bátar. Ræiktunin í kauptúninu heldur áfram jafnt og þétt, þótt ekki
sé með stórum stökkum. Kúm hefir fjölgað stöðugt í þorpinu síðari
árin, og mun nú vera 1 kýr á hvei’ja 10 íbúa í kauptúninu eða liðlega
það. Nokkur heimili í kauptúninu hafa næga mjólk, flest nokkra, og
mjög fá litla eða enga. Flest heimili í kauptúninu hafa einnig dálítið af
kindum (10—20—30), og hefir það ásamt öðru einnig orðið til að
bæta afkomu þeirra. Afkorna þorpsbúa má nú heita góð eftir atvikum,
en var hörmuleg, þegar ég kom hingað fyrir 7 árum. Kartöflurækt
hefir farið mjög í vöxt í sveitinni síðari árin, svo að inörg heimili
framleiða nægilegt handa sér og sum töluvert meira en þau hafa þörf
fyrir. Á seinustu árum hafa nokkrir þorpsbúar komið sér upp kart-
öflu- og rófnagörðum, og hefir uppskera orðið sæmileg, ef vel hefir
verið borið í garðana. Alifuglarækt er töluverð í kauptúninu og einnig
á stöku stað í sveitinni. F’lestir hafa hænsn, nokkrir endur. Bóndi hér í
nágrenninu við þorpið, sem stundað hefir hænsnarækt af alúð, telur
að hænan gefi jafn mikinn arð og svin. Gamlar verzlunarskuldir ætla
alla að drepa, og menn fá ekki við neitt ráðið. Enginn vill kaupa jarðir,
sem losna, og margar jarðir, jafnvel sæmilega góðar, leggjast í eyði.
Unga fólkið flýr að heiman svo fljótt sem það getur, og íbúum héraðs-
ins fækkar þrátt fyrir öra viðkomu.
Vestmannaeyja. Aflasæld einhver sú mesta, sem komið hefir, enda
gæftir mjög g;óðar. En þó aflasæld væri mikil, má samt telja þetta ár
með erfiðari árum hvað afkomu almennings snertir, vegna verðfalls
og sölutregðu saltfisks, sem ágerðist eftir því sem á árið leið„ og end-
aði svo að nálægt % hlutar vertíðaraflans voru óseldir um áramótin.
Afkoma almennings í héraðinu hefir verið erfið í ár vegna fisksölu-