Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 33
31
lingana laxera í byrjun (sulf. magnés.), svelta sig og drekka soðið
vatn, annað ekki, neina bringspalaverkur væri.
Mijrdals. Icterus epideinicus barst frá Vestmannaeyjum um vorið
og var að stinga sér niður það sem eftir var ársins, en fáir leituðu
læknis.
Vestmannaeyja. Umferðagula gerði vart við sig í öllum mánuðum
ársins nema nóvember. Sumir lágu rúmfastir vegna hennar í 3—4
vikur.
Eyrarbakka. Gula gekk nokkuð um héraðið eins og farsótt. Á einu
heimilinu veiktust 6 manns, allir um svipað leyti. Virtist sóttin hafa
borizt þangað með stúlku frá öðrum bæ í hreppnum, þar sem veiki
þessi hafði gengið. Stúlkan stóð þar við aðeins 3 daga, svo að ef sótt-
in hefir borizt með henni, hefir inkubationin varað 30—33 daga.
Grímsnes. Þrír sjúklingar eru skrásettir á árinu með gulu og um
þann fjórða fékk ég að vita, en hann hefir láðst að skrásetja. Fyrsti
sjúklingurinn var nýlega kominn frá Vestmannaeyjum. Veikin var
væg, varaði nokkra daga, allt að 2 vikum. Ekki veiktust fleiri en einn
á saina heimili, þó voru tveir sjúklingarnir systkini, sem áttu ekki
heima á sama bæ, en höfðu haft einhverjar samgöngur.
Keflavíkur. Gula var nokkur vor og haustmánuðina.
21. Iíossageit (impetigo contagiosa).
Töflur II, III og IV, 21.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 18 58 39 63 77 159 98 137 93 69
Læknar láta þessa getið:
Öxarfj. Aldrei minna um kossageit en nú.
Siðu. Kossageit gerir oft vart við sig hér á haustin í börnum, og svo
var enn.
22. Stingsótt (pleuritis epidemica).
Töflur II, III og IV, 22.
Sjúklingafjöldi 1926—1930. 192fi 1927 i928 1929 1930
Sjúkl................................ 565 144 21 17 46
Veikinnar er aðeins getið í 5 héruðum: Rvík, Flateyjar, Akureyrar,
Grímsnes og Keflavíkur og ekki lýst nánar.
23. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 23.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. „ 2 2 463 26 2 12 4 8 9
Dánir „ „ „ 89 „ 2 3 6 1 1