Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 34
32
Mænusóttar er aðeins getið í 2 héruðum og þeim samliggjandi, Reyk-
dæla (1) og Húsavíkur (8).
í undanfarandi skýrslum hefir spurningarmerki verið í stað dánar-
tölu úr mænusótt á árinu 1927, en hér er talan greind eftir upplýsing-
um Hagstofunnar. í fyrra var enginn talinn dáinn úr mænusótt, en
hér er það einnig leiðrétt eftir upplýsingum Hagstofunnar.
Læknar láta þessa getið:
Reijkdæla. í júlí kom fyrir eitt tilfelli af mænusótt i Mývatnssveit.
Tvítug stúlka fékk háan hita og lömun á efri útlimum og öll einkenni.
Dó eftir örstutta legu, að því er virtist af respirationslömun. Grunur
lék á um 2 abortiv tilfelli á næsta hæ, systkin um tvítugt. Höfðu feng-
ið hita dagstund eða part úr degi, ríg í háls og bakverk, en varð ekki
frekar meint af.
24. Munnangur (stomatitis aphtosa).
Töflur II, III og IV, 24.
Sjúklingafiöldi 1929—1930. 1929 1930
Sjúkl....................................................... 21 71
í Rvík virðist nokkur faraldur að þessum kvilla, 50 tilfelli skráð alls,
og í 7 öðrum héruðum er hans getið, en enginn gerir nánari grein
fyir honum.
25. Hlaupabóla (varicellæ).
Töflur II, III og IV, 25.
Sjúklingafiöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 109 157 132 163 153 156 143 198 157 101
Læknar láta þessa getið:
Isafi. Hlaupabólu skýtur hér alltaf upp við og við.
Öxarfi. Hlaupabóla kom á mitt heimili í haust, eins og fjandinn úr
sauðarleggnum. Er mér það engin nýlunda að geta ekki fundið upp-
tök hennar, en þó hafa vafalaust verið lítil hrögð að henni í héraðinu,
fyrst ég varð hennar ekki víðar var.
Keflavikur. Sá nokkuð af hlaupabólu í apríl.
Auk framangreindra sótta geta læknar um þessar farsóttir:
Angina Plaut-Vincent: Rvík 9.
Herpes zoster: Akureyrar 4, Rangár 3.
Meningitis cerebrospinalis epidemica: Hólmavíkur 1. í dánarskýrsl-
um er einn talinn dáinn úr heilasótt (í Húsavíkur). En sennilega er
sjúkdómsgreiningin vafasöm.
Pemphigus neonatorum: Öxarfj. 1, Eyrarbakka 2.
Septicopyæmia: Ekki færri en 16 eru taldir dauðir úr graftarsótt, og
er hún ein af 10 algengustu dánarorsökunum. En svo er að sjá á dán-
arvottorðum, að hún sé talin of oft sem aðalorsök. Sjúkl. með appen-
dicitis gangrænosa, sem síðan fær pyæmi og deyr, á að teljast dáinn úr