Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 48
46
Héruð Tala sjúkl. % af héraðsbúum Ferðir
Akureyrar — . — 97
Höfðahverfis 317 35— 46
Reykdæla 321 28— 42
Öxarfj.1) 696 67— 42
Vopnafj — — 54
Seyðisfj 620 53— —
Berufj 354 41— 52
Mýrdals 638 56— 59
Rangár — — 229
Eyrarbakka 740 24— 98
Grímsnes 420 22— —
Sjúklingafjöldinn í þeim 23 héruðum, sem tölur eru úr yfir allt árið
jafnar sig upp með að vera 54,2% af íbúatölu héraðanna (1929: 56%,
1928: 47%). Ferðirnar eru að meðaltali (Flateyjar og Miðfj. sleppt)
71.5 á árinu (1929: 69, 1928: 56).
Á töflum XI og XII sést aðsóknin að sjúkrahúsunum á árinu.2)
Legudagar á sjúkrahúsum eru nokkru lægri en í fyrra 279959 (292855).
Koma þannig 2,6 legudagar á hvern mann í landinu en 2,8 árið fyrir. Á
almennu sjúkrahúsunum er legudagafjöldinn 126782, á móti 133963 á
fyrra ári og hlutfallstölurnar samkvæmt því 1,2 og 1,3. Á heilsuhæl-
unum er aftur legudagfjöldinn Iítið eitt hærri en á fyrra ári 79289
(78669) en þó ekki í tilutfalli við fólksfjölgunina. I ár koma 0,74
legud. á hvern mann í landinu, en 0,75 í fyrra.
Sjúkdómar þeirra sjúklinga, sem lágu á hinum almennu sjúkrahús-
um á árinu, flokkast þannig:
F"arsóttir ......................... 4,9%
Kynsjúkdómar .................... 1,0—
Berklaveiki ..................... 18,2—
Sullaveiki ...................... 0,7—
Krabbamein og illkynjuð æxli .... 3,4—
Fæðingar, fósturlát o. þ. h.... 5,1—
Slys ............................ 8,6—
Aðrir sjúkdómar ................. 58,1—
Réttur samanburður verður ekki gerður við árið í fyrra að þessu leyti,
með því að í tilsvarandi skýrslu þá vantaði stærsta sjúkrahúsið, St.
Josephs spítala í Rvík.
1) Héraðslæknir i Öxarfj. segir: Mér telst svo til, að nær % sjúkl. hafi ég ekki
verið búinn að sjá, er ráð eða lyf voru látin (simtöl, bréf, munnl. lýsingar ferða-
manna). Sýnir þetta hrossalæltningahraginn til sveita — í víðlendi og vetrarríki.
2) Með sjúkrahúsunum er ekki talið lítið einkahæli, sem tók til starfa í Rvik
seint á árinu, undir stjórn einnar ljósmóður bæjarins, og mun upphafl. hafa verið
ætlað sængurkonum, en hefir síðan tekið við ýmsum sjúklingum. Skýrsla hefir
engin borizt frá þvi.
Héraðslæknarnir á Hofsós og i Vestmannaeyjum vista sjúkl. í húsum sínum, en
um það eru engar skýrslur.
Með heilsuhælunum er lieldur ekki talið Hressingarhælið í Kópavogi, þar sem
eru vistaðir 30 berklasjúkl. og mun að miklu leyti starfa sem hvert annað heilsu-
hæli.