Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 19
17
Borgarfj. 3 tilfelli, öll í nóvember, þar af tvö á sama bæ (systkini).
Þriðja tilfellið var recidiv. Engir aukasjúkdómar.
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 7.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 192« 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 180 68 152 96 83 175 27 49 28 23
Dánir 15 3 12 6 7 13 3 2 2 1
Að taugaveiki eru óvenju lítil brögð á árinu, og er hvergi um farald-
ur að ræða nema helzt í Ólafsfirði, þar sein fimm lögðust á sama
heimili.
Læknar láta þessa getið:
Flateyrar. Af taugaveiki er talið í skýrslum mínum eitt tilfelli í jan-
úarmánuði og annað í júnímánuði, en bæði voru þau vafasöm, enda í
hvorugu tilfellinu gerð Widalsrannsókn. í janúar var það sjómaður úr
Reykjavík, er veikur var, og var hann einangraður i mínum húsum.
í júní var það sjö ára gamall drengur á Vöðlum hér inni í firði. Á þeim
bæ hafði haustið áður eitt barn veikzt af taugaveiki og smitaðist það af
taugaveikissýkilberanum Jónu Halldórsdóttur, er þar dvaldi þá um
tíma.
Hóls. Taugaveiki gerði lítið vart við sig, aðeins 1 létt tilfelli í ágúst;
er þetta minna en nokkru sinni fyrr, og þakka ég það mjólkursölu-
banninu hjá Bergi Kristjánssyni, scm staðið hefir áfram.
ísafj. Héraðið er enn gersamlega taugaveikislaust, 2 tilfelli eru skrá-
sett. Annað stúlka úr Bolungarvik, flutt hingað á sjúkrahús, og hitt
piltur af togaranum Hávarði ísfirðingi, en þangað var hann nýkominn
af línuveiðaranum Fi’óða úr Reykjavík, og sannaðist, að þar hafði hann
tekið veikina, með því að margir af skipshöfninni lögðust um sama
leyti. Mun aldrei hafa verið hægt að upplýsa hvaðan veikin hafði bor-
izt í skipið, en hér á ísafirði gat það ekki hafa verið. Hafði þessi pilt-
ur óvenjulega heiftuga taugaveiki, og dó hann eftir stutta legu.
Svarfdæla. Ég var sóttur til Ólafsfjarðar 4. júlí til feðga, er lágu þar;
hafði pilturinn, er var á 15. ári, legið á 3. viku, og faðir hans, tæplega
fimmtugur, rúma viku, en verið lasinn vikutíma áður af höfuðverk og
sleni, var veikin óvenjulega typisk taugaveiki í báðum. Voru þeir báð-
ir fluttir til Akureyrarspítala og heimilið sótthreinsað, en bráðlega
veiktust þar fleiri, 3 alls í viðbót, en út af heimilinu barst veikin ekki.
Ekki tókst að rekja feril veikinnar að heimili þessu,
Akuregrar. 2 sjúklingar með taugaveiki, og varð smitun rakin til
Ólafsfjarðar. Þaðan komu seinna á sjúkrahúsið 4 sjúklingar, allir af
sama heimili.
Grímsnes. í síðasta mánuði ársins eru 2 sjúklingar skrásettir með
þenna sjúkdóm. Sóttkvíað í allt að 3 vikur eftir að sótthiti var horfinn,
síðan sótthreinsað. Engir hafa veikzt á því heimili síðan. Bær þessi,
sem veikin kom á, er mjög nærri bænum Minniborg i Grímsnesi og
samgöngur miklar þar í milli. Á Minniborg er sveitaverzlun töluverð
2