Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 51
49
eða að vaka yfir eðlilegri fæðingu, og mun þó sú hjálp hvergi nærri
fulltalin fram.
Af alvarlegum fæðingarerfiðleikum voru þessir hinir helztu: Pla-
centa accreta (eða a. m. k. alvarlega föst fylgja) 11, grindarþrengsli
eða skökk grind 15, fyrirsæt fylgja 9, þverlega eða skálega 6, fæðing-
arkrampar 1, framfallinn lækur 1 og blæðingar alloft, en virðast aldrei
hafa verið mikilsháttar.
Af fósturlátum fer fáum sögum í skýrslum héraðslækna. Ársskýrsl-
ur yfirsetukvenna geta aðeins um 9 fósturlát, þar af 2 í Rvík. Nokkurn
fróðleik um þetta efni má sækja í skýrslur sjúkrahúsanna og hefir
eftir þeim verið tekin saman tafla á bls. 48. Sbr. ennfremur töflu XIII.
Úti um sveitir munu fósturlát vera næsta fátíð og á töflunni er svo
að sjá, sem það sé viðburður að fósturlát komi til meðferðar á sjúkra-
húsum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Þó ber nokkuð á þeim á
Akureyri og í Vestmannaeyjum. Ekki er getið um abortus septicus
nema 4 sinnum, og aðeins ein kona virðist hafa látizt af þessum sök-
um, en þess mannsláts er þó ekki getið á dájiarskýrslum.
Abortus provocatus þekkist naumast utan Reykjavíkur, Hafnar-
fjarðar og Akureyrar. Á töflunni sjást tilefnin. Þar sem aðeins er
nefnt graviditas fylgir því stundum í skránum debilitas, exhaustio,
molimina in graviditate o. s. frv. Ekki er grunlaust um, að þar sem tal-
inn er abortus, sé við og við í rauninni um abortus provocatus að ræða,
og vel má vera að í þriðja hluta töflunnar (Önnur tilefni) dyljist einn-
ig eitthvað af sama tagi.
Um fæðingarhjálp sína láta læknar þessa getið:
Skipaskaga. Á árinu hefir mín verið vitjað 18 sinnum til sængur-
kvenna, 6 sinnum til að deyfa við eðlilega fæðingu, 11 sinnum til að
herða á sóttinni, sein gert var með pituitrini. Tviburafæðing kom fyrir
1 sinni og gekk eðlilega. Sitjandafæðing tvisvar, var hert á sóttinni og'
burðinum hjálpað fram með framdrætti. Fótafæðing var 1 sinni og
burðinum hjálpað með framdrætti. Einusinni var lögð á töng.
Borgarnes. Fæðingarnar hafa gengið að óskum. Öll börnin lifðu og
engin kona veiktist. Ég þurfti lítið að hjálpa konum þetta ár, snerti
aldrei töng, auk heldur meira. Hér í þorpinu vilja flestar konur hafa
lækni við hendina og fá deyfingu í lok fæðingar. Pituitrin virðist gott
meðal og var það góður fengur, því áður varð læknum ráðafátt, þegar
ekkert gekk. Líka virðist það tilvalið til þess að stöðva blæðingu eftir
fæðinguna. Lítið verður vart við þröngar og skakkar grindur kvenna
hér um slóðir og beinkröm ekki tíð.
Ólafsvíkur. Á þessu ári var læknis vitjað 18 sinnum til sængur-
kvenna. í 5 af þessum tilfellum átti fæðing sér stað eftir injectio
pituitrini. í 2 tilfellum var losuð fylgja, á annari konunni með þrýst-
ingi á kvið, en hinni intrauterinært. 11 sinnum var Iæknis vitjað aðeins
til þess að deyfa við fæðinguna. Hér í Ölafsvik, þar sem fólk á hægt
með að ná í lækni, er það orðið algengt, að læknis er vitjað til þess
að deyfa við reglulegar fæðingar.
Flateyjar. Hefi aðeins verið kallaður einu sinni að fæðingu.
tsafi. Fleiri og fleiri konur krefjast svæfingar við fæðingar, og er nú
hægt meira að sinna því en áður, er praktiserandi læknir hefir setzt
4