Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 55
53
femoris 1. Stúlkubarn 10 ára gamalt, marðist til bana. Stúlkan ók í
kerru, ásamt dreng, jafnaldra sínum. Er þau óku skáhallt niður litla
brekku, vallt kerran alveg um og hesturinn á hliðina, og festist svo í ak-
týgjunum, að hann gat ekki reist sig sjálfur. Stúlkan lenti undir hestin-
um og Iá þar örend er að var komið, á að giska V2—1 stund síðar. Dreng-
urinn lá undir vagninum og gat ekki losast fyrr en hjálp kom, en sakaði
lítið. Stúlkan hafði nokkur sár og mör, ekki stórfelld, á andliti og höfði,
en var hvergi brotin. Átta manns drukknuðu undir björgunum innan
við Selvog, Færeyingar frá fiskiskipinu Ernestine frá Klaksvig, en hinn
9. dó af vosi og kulda og e. t. v. af afleiðingum meiðsla, eftir að honum
hafði þó tekizt að komast upp á bjargbrún. Mér dettur í hug að setja
hér örstutta hrakningasögu félaga þeirra, sem af komust. Mér virðist
hún fróðleg að því leyti að hún sýnir, hvað ungir og hraustir menn,
sem vanir eru harðri aðbúð, geta þolað og náð sér aftur undarlega
fljótt, án illra afleiðinga til frambúðar, að því er séð verður. Skipið
strandaði undir björgunum austan við Selvog, ca. 1% stundargang
þaðan, í norðanhríðarveðri og náttmyrkri, að kvöldi hins 26. marz.
Botninn brotnaði strax úr skipinu, og skipverjar, sem niðri voru, og
það voru flestir þeirra, þutu upp á þiljur í ofboði, allslausir og lítið
klæddir, sumir á nærfötum einum. Hanga þeir þar í hríðinni og brim-
löðrinu um kvöldið og nóttina á framþiljunum, í reiða og á bugspjóti.
Tók smámsaman út þessa átta af þeim, og drukknuðu þeir. Um miðj-
an morgun, er fór að birta, réðist einn af hásetunum, Ziske Jacobsen
frá Klaksvig 29 ára að aldri, í að kasta sér í brimsogið til að komast í
land og tókst honum það. Síðan tókst félögum hans að koma á land
mjóum kaðli með þvi að binda björgunarbelti úr korki við endann á
honum, og láta sogið skola honum þannig að landi. Ziske batt svo
endann við bjarg, og tókst svo hinum félögunum öllum, sem eftir voru,
17 að tölu, að lesa sig eftir kaðlinum á land. Tveir þeirra féllu reyndar
af kaðlinum í brimsogið, stirðir og magnlitlir af kuldanum, þreytunni
og inatarleysinu, en félögum þeirra tókst að bjarga þeim upp á klett-
ana. Z. réðist svo til og kléif hamarinn og gat komið upp kaðli til að
gera hinum uppgönguna hægari. Komust þannig allir 18 upp á bjargið.
Svo var lagt af stað í áttina til Selvogs, Z. á undan en hinir á eftir, eftir
því sem kraftar leyfðu, en af einum var svo dregið, að hann gat ekki
orðið samferða. Undir eins og Z. komst til byggðar í Selvogi, brugðu
Selvogsmenn við og fóru á móti skipbrotsmönnunum. Var þeim svo
hjálpað heim, reiddir þeir, sein mest voru þrotnir. Einn þeirra, véla-
maðurinn, var svo þrotinn að kröftum, að maður varð að sitja á hest-
inum aftan við hann til að halda honum á baki, og sá, sem eftir varð
á bjarginu, var látinn, er að honum var komið. Var komið undir há-
degi, er allir voru komnir í húsaskjól. Enginn var kalinn, enda var
frostið ekki mikið. Þegar ég kom til þeirra siðari hluta dagsins (hins
27.) voru allir þessir menn hressir og heilbrigðir, nema einn, véla-
maðurinn. Hann lá í móki langt fram á kvöldið. Þá tók hann að smá-
hjarna við, og var einnig orðinn hress, er ég fór frá þeim daginn eftir
(28.) um hádegið.
Grimsnes. Fractura Collesi 1, nasi 1.