Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Qupperneq 55

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Qupperneq 55
53 femoris 1. Stúlkubarn 10 ára gamalt, marðist til bana. Stúlkan ók í kerru, ásamt dreng, jafnaldra sínum. Er þau óku skáhallt niður litla brekku, vallt kerran alveg um og hesturinn á hliðina, og festist svo í ak- týgjunum, að hann gat ekki reist sig sjálfur. Stúlkan lenti undir hestin- um og Iá þar örend er að var komið, á að giska V2—1 stund síðar. Dreng- urinn lá undir vagninum og gat ekki losast fyrr en hjálp kom, en sakaði lítið. Stúlkan hafði nokkur sár og mör, ekki stórfelld, á andliti og höfði, en var hvergi brotin. Átta manns drukknuðu undir björgunum innan við Selvog, Færeyingar frá fiskiskipinu Ernestine frá Klaksvig, en hinn 9. dó af vosi og kulda og e. t. v. af afleiðingum meiðsla, eftir að honum hafði þó tekizt að komast upp á bjargbrún. Mér dettur í hug að setja hér örstutta hrakningasögu félaga þeirra, sem af komust. Mér virðist hún fróðleg að því leyti að hún sýnir, hvað ungir og hraustir menn, sem vanir eru harðri aðbúð, geta þolað og náð sér aftur undarlega fljótt, án illra afleiðinga til frambúðar, að því er séð verður. Skipið strandaði undir björgunum austan við Selvog, ca. 1% stundargang þaðan, í norðanhríðarveðri og náttmyrkri, að kvöldi hins 26. marz. Botninn brotnaði strax úr skipinu, og skipverjar, sem niðri voru, og það voru flestir þeirra, þutu upp á þiljur í ofboði, allslausir og lítið klæddir, sumir á nærfötum einum. Hanga þeir þar í hríðinni og brim- löðrinu um kvöldið og nóttina á framþiljunum, í reiða og á bugspjóti. Tók smámsaman út þessa átta af þeim, og drukknuðu þeir. Um miðj- an morgun, er fór að birta, réðist einn af hásetunum, Ziske Jacobsen frá Klaksvig 29 ára að aldri, í að kasta sér í brimsogið til að komast í land og tókst honum það. Síðan tókst félögum hans að koma á land mjóum kaðli með þvi að binda björgunarbelti úr korki við endann á honum, og láta sogið skola honum þannig að landi. Ziske batt svo endann við bjarg, og tókst svo hinum félögunum öllum, sem eftir voru, 17 að tölu, að lesa sig eftir kaðlinum á land. Tveir þeirra féllu reyndar af kaðlinum í brimsogið, stirðir og magnlitlir af kuldanum, þreytunni og inatarleysinu, en félögum þeirra tókst að bjarga þeim upp á klett- ana. Z. réðist svo til og kléif hamarinn og gat komið upp kaðli til að gera hinum uppgönguna hægari. Komust þannig allir 18 upp á bjargið. Svo var lagt af stað í áttina til Selvogs, Z. á undan en hinir á eftir, eftir því sem kraftar leyfðu, en af einum var svo dregið, að hann gat ekki orðið samferða. Undir eins og Z. komst til byggðar í Selvogi, brugðu Selvogsmenn við og fóru á móti skipbrotsmönnunum. Var þeim svo hjálpað heim, reiddir þeir, sein mest voru þrotnir. Einn þeirra, véla- maðurinn, var svo þrotinn að kröftum, að maður varð að sitja á hest- inum aftan við hann til að halda honum á baki, og sá, sem eftir varð á bjarginu, var látinn, er að honum var komið. Var komið undir há- degi, er allir voru komnir í húsaskjól. Enginn var kalinn, enda var frostið ekki mikið. Þegar ég kom til þeirra siðari hluta dagsins (hins 27.) voru allir þessir menn hressir og heilbrigðir, nema einn, véla- maðurinn. Hann lá í móki langt fram á kvöldið. Þá tók hann að smá- hjarna við, og var einnig orðinn hress, er ég fór frá þeim daginn eftir (28.) um hádegið. Grimsnes. Fractura Collesi 1, nasi 1.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.