Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 14
12
stundum. Virtist mér þetta ár bera meira á ígerðum upp úr henni en
oft áður. 1 sjúklingur fékk sepsis með blæðingum undir húð, helzt á
útlimum, og blóð í þvagi. Lifir og er nú búinn að fá sæmilega heilsu.
Grímsnes. Hálsbólgu gætti lítillega í byrjun ársins, einkum í Laug-
arvatnsskóla samfara kvefinu.
Iíeflavikur. Hálsbólgufaraldur var hér töluvert, sérstaklega um ver-
tíðina; var í ekki allfáum tilfellum phlegmonös.
2. Kvefsótt (bronchitis acuta).
Töflur II, III og IV, 2.
Sjú klingafjöl d i 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 192G 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 4393 4162 4460 3930 4921 4799 5274 6342 6720 10255
Dánir 2292 3 9335 5
1 desember 1929 gekk þung kvefsótt einkum í Reykjavík og ná-
grenni.Þessi faraldur breiðist víða út um áramótin og nær hámarki í
janúarmánuði, en mjög mikil brögð eru að kvefi 3—4 fyrstu mánuði
ársins, og er árið í heild sinni hið mesta kvefár. Dánartalan er þó lág
í hlutfalli við sjúklingafjöldann, en talsvert af lungnabólgudauðanum
mun mega skrifa á reikning kvefsins, því að víða fengu menn lungna-
bólgu upp úr kvefinu.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. í síðustu ársskýrlu minni var þess getið, að kvefsótt
hefði gert vart við sig síðari hluta desember. Þessi kvefsóttaralda gekk
yfir allan janúarmánuð þessa árs og fram í marzbyrjun. Mátti heita,
að hún tæki næstum hvert heimili. Lagðist allþungt á marga, einkum
þó ungbörn, og voru mörg þeirra hætt komin af lungnabólgu, er þau
fengu upp úr kvefinu. Sóttin var langtíðust í börnum á aldrinum 1—5
ára. Eftir marzbyrjun gerði kvefsótt tiltölulega lítið vart við sig.
Rorgarfj. Kvefsóttt var hér á gangi um áramótin, talsvert þung,
náði hámarki í janúar, rénaði í febrúar. Lagðist einkum þungt á börn
og gamalmenni, og fengu sumir kveflungnabólgu upp úr henni.
Borgarnes. Kvefalda gekk yfir í jan., en eftir það bar lítið á kvefi.
Ólafsvíkur. Vond kvefsótt fór yfir 2—3 fyrstu mánuði ársins. Lagð-
ist hún allþungt á menn, og fengu sumir lungnabólgu upp úr henni.
Annars varð kvefsóttar vart, þótt vægari væri, alla mánuði ársins.
Stykkishólms. Um áramótin var kvefsótt í héraðinu, og í janúarmán-
uði varð hún allslæm í börnum og unglingum. 1 barn dó á 1. ári.
Flateyjar. Kvef mjög lítið gert vart við sig, aðeins örfá tilfelli og
mjög létt.
Flateyrar. Um áramótin 1929 og 1930 gekk hér allþungt, en þó ekki
illkynjað kvef og helzt fram í febrúarmánuð. Kveflaust varð þó aldrei
á árinu og í desembermánuði byrjaði önnur kvefalda; um hana er
heldur ekkert sérstakt að segja annað en það, að hún líktist talsvert
inflúensu að því leyti, að sumir fengu hita í 1—3 daga með kvefinu.
Nokkuð bar og á því, að börn fengju aðeins hitann, en ekkert kvef.