Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 40
38
- Skriðuhreppi ....................
- Öngulstaðahreppi ................
- Svalbarðshreppi .................
- Öxnadalshreppi ..................
- Illugastaðasókn (í Hálshreppi) . ..
8
6
4
2
1
Samtals 286
í Akureyrarkaupstað hleypir það tölunni mikið upp, að þar er
sjúkrahúsið, en í Hrafnagilshreppi, að þar er Kristneshæli með mörg-
um aðkomusjúklingum annarsstaðar af landinu. Á sjúkrahúsinu eru
venjulega 20—'30 berklasjúklingar en á Kristneshæli um 60 sjúkling-
ar með lungnaberkla.
Höfðahuerfis. Fjórir nýir sjúklingar voru skráðir með berklaveiki.
Reijkdæla. Stúlka á þrítugsaldri dó eftir ca. tveggja mánaða legu.
Ekki vitað um berkla í henni áður, en hafði verið heilsuveil. Systir
hennar hafði berlda á byrjunarstigi nokkrum árum áður. Afleit húsa-
kynni á heimilinu. Þar var nú byggt upp í sumar og veitti ekki af.
Öxarfj. Héraðlæknir heldur það fjarri sanni, að ríkið hafi allan
kostnað af berklaveiki, og telur óþarft að telja kostnaðinn eftir á þeim
grundvelli. Af 59, sem hann hefir skráð á 10 árum, hafa 39 ekki leit-
að hjálpar úr héraði og einskis ríkisstyrks notið, um 2 er honum ó-
kunnugt, en 18 hafa leitað burtu. Af þeim hafa þó einir 8 legið upp
á ríkiskostnað á sjúkrahúsum, eftir því, sem hann veit bezt. Jafnvel
af þeim, sem ríkið kostar þannig, hefir það ekki allan kostnaðinn.
Um það segir hann eftirfarandi sögu:
Það bar eitt sinn við síðla vetrar, að ég var sóttur til konu einnar.
Tvíbýli var á bæ hennar, baðstofa ein. Börn varu 12 ung á bænum og
átti konan 6 af þeim. Hún reyndist hafa smitandi lungnaberkla.
Heimilisástæður hennar að öðru þannig: Bú ekki stórt, skuldir mikl-
ar, maður hennar kviðslitinn beggja megin. Nú harðindi og hey-
þröng. Konan var þegar send á heilsuhæli. Sveitungar skutu saman,
svo maðurinn komst á spítala til aðgerðar. Börnin tóku þeir öll í bili,
sum til fulls, án meðgjafar. Sáu um bú bónda. Þetta er fámenn sveit,
og ekki rík. Nú spyr ég: Gerðu ekki þessir menn allvel hreint fyrir
sínum dyrum, þó ríkið kostaði dvöl konunnar? í þessa átt hafa á-
stæðurnar verið með alla þá, sem héðan eru og styrk hafa fengið af
ríkisfé.
Þistilfj. Stúlka smitaðist á Húsavík, þar sem hún var á skóla um
veturinn.
Vopnafj. Á árinu voru skrásettir 4 nýir berklasjúklingar.
Fljótsdals. Á árinu eru skráðir 4 nýir sjúklingar með lungnaberkla
og 14 með útvortis berkla.
Seyðisfj. Skrásettir á árinu eru 16 berklasjúklingar og voru 11 af
þeim hér úr læknishéraðinu, og er það talsvert hærri tala en vant er.
fíerufj. Berklarannsókn á nautgripum í héraðinu stendur yfir.
Síðu. Við síðustu áramót töldust tveir sjúklingar í héraðinu, báðir
ineð útvortis berkla. Á árinu voru tveir skráðir í viðbót, annar með
útvortis berkla, en hinn með lungnaberkla. Þessum sjúklingum batn-
aði öllum svo, að þeir töldust albata við áramót.