Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 38
36
Patreksjj. Á árinu voru skrásettir 4 nýir sjúklingar. Þar af 1 sjúk-
lingur með lungnaberkla.
Bíldudals. Berklaveiki hefir lítið borið á og enginn nýr sjúklingur
skráður á árínu.
Þingeyrar. A árinu hafa bætzt við 5 nýir sjúklingar. Af þeim eru 2
albata á árinu. Frá fyrra ári voru 3 sjúklingar. Eru þeir allir albata.
Ftateyrar. Skrásettum berklasjúklingum hefir á árinu fækkað úr
24 niður í 18, vegna þess að ég sleppti nú af skrá öllum, sem undan-
farin tvö ár hafa getað stundað atvinnu sína sem fullfrískir menn
að kalla má.
Hóls. Berklaveiki er talsverð í héraði mínu, og verð ég, því miður,
að játa, að þrátt fyrir berklavarnarlögin, sem ég hefi reynt að fram-
fylgja eftir föngum, þá fer veikin ekkert rénandi.
Isafj. Framtalið á mánaðarskránum er mjög ófullkomið. Á skrán-
um Fi—Fii hygg ég aftur á móti að framtalið sé eins nákvæmt og til
er hægt að ætlast, að öðru leyti en því, sem ég hefi oft minnst á, að
handahóf ræður miklu um það, hverjir eru taldir albata og þar með
teknir út af skránni. Síðustu árin hefi ég þó fylgt um það nokkuð
svipaðri reglu og lítur heldur út fyrir, að berklaveikin hafi nú að
minnsta kosti um sinn náð hér hámarki og sé að byrja að réna. Ég
er i engum vafa um það, að barátta sú, sem berklavarnarlögin gera
mönnum kleift að heyja gegn berklaveikinni, gerir afar mikið gagn.
Þó að ekki sé einhlítt, er það vafalaust aðalatriðið að stía hættulega
smitandi berklasjúlinguin frá þeim, sem heilbrigðir eru, einkum börn-
um og unglingum. Því að berklaveikin er þó fyrst og fremst smitandi
sjúkdómur, Enginn húsakynni eru svo góð, ekkert matarhæfi svo heil-
næmt og enginn þrifnaður svo mikill — hvað svo sem Papvorth líður,
og hefi ég verið þar — að það fyrirliyggi veikina, ef alvarleg smitunar-
uppspretta er á heimilinu. Og að hinu leytinu eru engin húsakynni
svo argvítug, sultur né sóðaskapur, að það út af fyrir sig geri nokkurn
berklaveikan, ef smitun nær ekki til. Um þetta get ég nefnt tuga
dæma úr mínu héraði og nágrenni.
Berklavarnarlögin voru því rétt upp tekin, og með þeim er vafalaust
byrjað á byrjuninni og aðalatriðinu. Og þó að seint þyki ganga og
berklavarnarlögin séu ekki einhlít, er ekki ráðið að afnema þau eða
gera þau gagnslaus, heldur á að bæta því við, sem til vantar. Því að
fyrst á að fyrirbyggja smitunina eins og unnt er, en síðan á fólk að
hafa góð húsakynni og lifa heilsusamlegu lífi. Og víst má reyna bólu-
setningu, þegar örugt er, að hún sé hættulaus eða nærri því það, og
geri eitthvert gagn. Skrif og fyrirlestrar sumra málsmetandi lækna
um þessi mál, þar sem þeir prédika fánýti berklavarnarlaganna og
skrifa og tala engu líkara en því, að þeir telji berklaveikina ekki smit-
andi sjúkdóm, — eru blátt áfram hneykslanlega afvegaleiðandi fyrir al-
menning. Eina bótin er, að fólk er almennt svo upplýst, að það tekur
ekki mark á þessu. Hér krefjast allir þess fyrst og fremst, að smit-
andi berklasjúklingur sé fluttur burtu af þeirra heimili, a. m. k. þar
sem börn og unglingar eru. Hið sama geri ég, og mér er nær að halda,
að...............................mundi fara eins að, ef hann ætti
fullt hús af börnum. Hann mundi fyrr reka berklaveika vinnukonu