Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 73
71
Stykkishólms. í Stykkishólmi og Eyrarsveit eru sérstök skólahús,
annarsstaðar eru farskólar og kennt í baðstofum og framhúsum.
Flateyjar. Skólahúsið í Flatey er allgott, en miðstöðin er ekki í góðu
lagi, svo nota verður ofn til hjálpar. Skólahúsið er notað til funda-
halda og fyrir almennar samkomur. Hefi ég kvartað yfir því við skóla-
nefndina, en fengið það svar, að ekki væri annað hægt, því ekkert sam-
komuhús er til i kauptúninu. Ég hefi gengið ríkt eftir því, að húsið
sé þrifið vandlega eftir hverja samkomu.
Dala. Kennslustaðir 33. Er þeim öllum meira eða minna ábóta-
vant. Aðeins fáir geta talizt sæmilegir. Gallar eru helztir: Slæm sæti
og borð, óheppileg eða engin upphitun, og loftrými víða of lítið. Einn-
ig er á nokkrum stöðum ónóg birta, rakasamt og dragsúgur. Er þetta
jáfnframt lýsing á hýbýlakosti þeim, sem allur almenningur á hér við
að búa. Víða eru aðeins 2 herbergi, eldhús og baðstofa með þunnu
þili á milli, og allt fullt af mó- og taðryki og reyk. Um kennslutím-
ann verður fólkið að þrengja að sér vegna aðkomubarnanna og sofa
þá víðast fleiri en 1 í hverju rúmi. Mjög óvíða eru salerni. Þar sem
bezt er hýst og börn eru, er heimiliskennari tekinn. í sumum fræðslu-
héraðanna hefir komið til tals, að byggja skólahús til að bæta úr þess-
um skorti á viðunandi húsnæði til kennslu, en hér í sýslu virðist mér
byggðinni haga svo til víðast, að heimangönguskólum verði ekki við
komið. Byggðin víðast dreifð og vatnsföll innsveitis. 3 eða fleiri heima-
vistarskólar í sýslunni ættu að geta orðið fullnægjandi úrlausn þessa
máls.
Patreksfj. í skólahúsið á Patreksfirði var sett miðstöð og vatns-
salerni og byrjað að setja upp baðtæki.
Þingeyrar. Eflaust er eigi alllítið gagn að skoðuninni. Læknir kynn-
ist heilsufari barnanna miklu nánar en ella myndi. Auk þess hvetur
hún heimilin til meiri þrifnaðar en áður var, meðan aðhald var ekkert
í því efni.
Flateyrar. í sambandi við skólaskoðanir hefir fólki hreinskilnislega
verið bent á, hvað sé athugavert við heilsu eða framfarir hvers barns
og á hvern hátt megi ráða bót á því; kemur þar margt til greina, svo
sem óregla á háttatima, óloft í svefnherbergjum vegna ónógrar loft-
ræstingar, tildurslegt mataræði o. s. frv. Virðist mér mikill árangur
hafa orðið af starfi þessu. Lúsa- og kláðaóþrif tek ég alveg sérstak-
lega hörðum tökum, enda sést nú naumast lús við skoðun skólabarna,
miðað við það, sem sumstaðar átti sér hér stað fyrir 4 árum. Kláð-
ann held ég, að ég hafi nú loksins kveðið niður að fullu.
Svarfdæla. Vegna þrengsla í skólanum í Dalvík og skorts á loftrými
var ekki leyft að hafa þar nema 19 börn í einu auk kennarans, svo
að ekki fengu nema 38 börn kennslu þar, en hinum var kennt í her-
bergi í þorpinu, sern til þess var leigt. Hefir skólanefnd og hrepps-
nefnd ekki enn fengizt til að gera gangskör að því að reisa nýtt skóla-
hús, sem þegar var orðin þörf á fyrir nokkrum árum, og kennir hvor
annari um. Kennslustofa á Stærra-Árskógi er illa haldið við og fer
aðbúð þar versnandi, svo að ég tilkynnti skólanefnd í haust, að ég
niundi ekki gefa vottorð um skóla þar eftirleiðis, nema úr væri bætt.
Akureyrar. Á þessu ári var vígður nýr barnaskóli og tekinn til