Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 25

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 25
23 virtist sem svalir bakstrar, undnir úr stofuheitu vatni, hefðu góð á- hrif á eistnabólguna. Um afdrif eistnanna er mér ekki fullkunnugt nú. Þau urðu mörg lítil, er bólga hjaðnaði, en stækkuðu aftur. En end- anleg skoðun er óframkvæmd. Mjög einkennilega hegðaði veikin sér á einu heimili fámennu, í systkinum þar þremur, einkum pilti einum, 25 ára. Hann kom til mín í maí, með —• að því er mér virtist — typiska hettusótt væga, bólginn uin gl. parotis beggja vegna. Fór heim og lá í 4 daga. Óvíst um sótthita, hvort nokkur var. Veiktist enn á ný um 23. ágúst, sagði sig aldrei hafa verið vel frískan síðan á vori og hafa bólgn- að tvisvar á fyrrgreindum stað í sumar, eftir mikla áreynslu. Er þar skemmst af að segja, að frá því seint í ágúst og fram í miðjan október lá hann að mestu í rúminu. Hafði oftast lágan hita og var bólginn, en rann af á milli og varð þá hitalaus. Reyndi hann þá jafnan á sig og fór eitt sinn á fætur og út, þá búinn að vera hitaiaus nær viku, en bólgnaði á ný og fékk hita. Lét ég hann að síðustu liggja fullan hálf- an mánuð hitalausan og dugði það. Sá ég hann nokkrum sinnum. Orchitis eða aðrar merkjanlegar complicationes fann ég aldrei. Systur hans tvær lösnuðust í maí —• önnur þeirra aftur í ágúst, en taldi sig hafa verið fríska í milli. Henni batnaði fljótt hið síðara sinn, nema hvað hún fékk upp úr veikinni seinna conjunctivitis, sem þó virtist batna í september. Um mánaðamótin sept.—okt. fór hún sjóleiðis til Reykjavíkur og tók sig þá upp augnbólgan. Er mér sagt, að henni hafi verið lengi að batna undir læknishendi í Rvík. Bróðir þeirra fékk hettusótt fyrst í ágúst, og upp úr henni oonjunctivitis, sem ekki vildi batna til fulls, þó skánaði í milli. Leitaði hann til mín nú um ára- mót og er tæplega góður enn. Höfuðdrættir: Veikin var mjög lítið næm, tók fátt af börnum og kvenfólki, enda urðu þau sízt á vegi henn- ar. Þung á karlmönnum í blóma kynþroska. Kynleg um margt, miðað við meðaltal af því, sem um hana er ritað. Þistilfí. Hettusóttin, sem minnst var á síðastliðið ár, stöðvaðist í Bakkafirðinum. Var mín ekkert vitjað til sjúklinga þar og er ókunn- ugt um tölu þeirra. Ný smitun barst hingað til Þórshafnar í apríl. Piltur, sem þaðan kom, hafði óverulega bólgu á kjálka, og var álitið stafa af tannskemmd og ekki skeytt að vitja læknis. Þegar ég loks sá sjúklinginn, var það af tilviljun, og hann þá búinn að smita út frá sér fjölda manns. Var hettusóttin svo viðloðandi í héraðinu allt árið. Fáir fengu komplikationir og vitjuðu þeir helzt læknis; annars skeyttu menn kvillanum lítið. Vopnafí. Hettusótt barst hingað með manni frá Reykjavík og komst hér á 2 heimili, en dó svo út. Var mjög væg. Seyðisfí. Hettusóttin var mjög væg, og efalaust margir, sem veiktust, ekki vitjað læknis. Berufíj. Hettusótt barst fyrst í héraðið í febrúar með sjúkling, er kom til Djúpav. með Esju, en breiddist þá ekki út. Aftur kom veikin um miðjan maí, og mun það hafa verið annaðhvort með Brúarfossi eða vélbát frá Seyðisfirði. Hún var væg, og breiddist seint og lítið út, stakk sér niður á stöku stað. Einn sjúklingur af hinum skráðu fékk orchitis. Vestmannaeijja. í janúar, febrúar, inarz og apríl var hér hettusótt,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.