Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Page 129

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Page 129
— 127 1968 ingum allt fram til 7—8 ára aldurs. Samt sem áður segir hún, að móðir sín hafi verið fær um að sýna sér hlýju og ástúð, er því var að skipta. P. virðist hafa verið mjög einræn og dul allt frá barnsaldri og segist aldrei hafa haft trúnaðarsamband við foreldra sína eða getað tjáð þeim sínar dýpstu tilfinningar. Segir hún, að hún hafi e. t. v. átt svolítið auðveldara með að tjá sig við föður sinn. Á heimili P. dvaldist einnig föðurafi hennar, sem dó, þegar hún var 7 ára gömul, og man hún eftir því, að hún tók dauða hans sér all- nærri. P. lék sér lítið með öðrum börnum, þótt nóg væri af leikfélögum í nágrenninu. Hún eignaðist engar góðar vinkonur eða leikfélaga. Segist frekar hafa viljað hjálpa föður sínum við búskapinn en vera að leik. Þjáðist ávallt vegna feimni sinnar og hafi því orðið fremur fyrir aðkasti og stríðni frá öðrum börnum, er hún fór að ganga í skóla. P. gekk í barnaskóla ... .hrepps og lauk þaðan fullnaðarprófi, þegar hún var 13 ára, með aðaleinkunn milli 6 og 7. Hún kveðst ekki hafa haft áhuga á frekara bóklegu námi, en hins vegar hafði hún áhuga á því að komast í húsmæðraskóla, en úr því varð þó aldrei. P. segist ávallt hafa verið mjög fáfróð um kynferðismál og fékk aldrei neina fræðslu í þeim efnum frá móður sinni. Hún segir, að blæðingar hafi byrjað hjá sér, þegar hún var 13 ára. Ekki man hún til þess, að henni hafi orðið mikið um það, þótt móðir hefði ekki búið hana undir slíkt. Fyrstu raunverulegu fræðslu um kynferðismál segist hún hafa fengið frá hálfsystur sinni, P., þegar hún var u. þ. b. 16—17 ára, og var það af brýnni nauðsyn, þ. e. hún var þá þegar komin út í tilhugalífið með tilvonandi eiginmanni sínum, S. G-syni. Fyrstu 3 árin eftir að barnaskólanámi lauk, dvaldist P. á heimili sínu, vann heima fyrir, þar til hún réðst í vist til Reykjavíkur haustið 1948, þá 16 ára gömul. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur kynntist hún tilvonandi eig- inmanni sínum, S. G-syni, sem var 7 árum eldri en hún. Eftir nokkra viðkynningu hófst með þeim kynferðislegt samband. Segir, að sökum fákunnáttu sinnar í kynferðismálum hafi hún litla grein gert sér fyrir því, hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér, enda hefði hún aldrei verið við karlmann kennd áður. Um vorið 1949 fór P. heim til foreldra sinna, og S. réðst þangað í kaupavinnu. Hún segir, að foreldrar hennar hafi vitað um samdrátt þeirra og verið lítt um hann gefið sökum æsku hennar. Þau reyndu samt ekki að stía þeim í sundur. Um haustið hringtrúlofuðust þau P. og S., enda var hún þá orðin þunguð. S. fór aftur til Reykjavíkur, en P. dvaldist áfram heima, þar eð móðir hennar hafði veikzt og hún þurfti að hugsa um heimilið. P. fæddi elzta barn sitt, E., þann .... 1950, og eftir það fór hún til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.