Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Page 136
1968
— 134 —
á kvöldin upp í ... þar sem S. [K-son] kynni að reyna að sitja fyrir
henni á leiðinni. P. segir, að það hafi ávallt fengið mikið á sig, þegar
hún þurfti að refsa S. syni sínum, er hegðun hans keyrði úr hófi fram,
svo sem að flengja hann eða taka til hans og hrista hann. Kveðst samt
ávallt hafa verið fær um að stilla skap sitt, meðan á þessu stóð, og aldrei
hafa misst stjórn á sér, en á eftir segist hún hafa skolfið og nötrað, ver-
ið í miklu uppnámi og verið alllengi að ná sér á eftir.
P. finnst, að margir eiginleikar í fari S. litla, svo og framkoma öll,
minni hana mjög á allt það versta í fari föður hans og eigi hún því
mun erfiðara með að þola hegðun hans, því hún sé sífelld upprifjun
á öllu því, sem hún mátti þola af hendi S. K-sonar föður hans.
A. B-dóttir, systir P., segist hafa verið nær daglegur gestur á
heimilinu síðustu mánuðina. Telur hún sig ekki hafa getað fundið
neina breytingu í framkomu P. frá því, sem áður var, og hún vissi
gerla, að S. var mjög erfiður í allri umgengni. P. hafði oft talað um,
að hún ætti erfitt með að stjóma honum. Sem dæmi nefnir hún það,
að hún og P. voru úti að ganga með börnin, þegar S. henti sér á gang-
stéttina og fór að öskra, að því er virtist algjörlega að tilefnislausu.
Hún segir, að P. hafi talað til hans og innt hann eftir því, hvað amaði
að honum, og reynt að reisa hann upp, en hann streittist á móti og
sagði, að ekkert gengi að sér. Hún sagði, að P. hefði verið mjög vand-
ræðaleg og hefði greinilega liðið mjög illa, enda voru margir áhorf-
endur að þessu.
M. Á-dóttir, systir S. K-sonar, hefur þekkt P., frá því að þau bjuggu
saman. Hún álítur P. mjög rólynda konu, sem ávallt hafi reynt að
gera sitt bezta í basli sínu um dagana. Hún telur hana ávallt hafa
hugsað vel um börnin, eftir því sem aðstæður hennar hafi leyft hverju
sinni, klætt þau og alið þau vel. Telur hana e. t. v. kannski hafa verið
heldur eftirláta við þau og nefnir í því sambandi tvo eldri syni P. Hún
vissi vel, að P. átti í erfiðleikum með S. eins og svo margir aðrir, sem
þekkt hafa P. Gat hana aldrei grunað, að atburður sem þessi gæti komið
fyrir. Sem dæmi um traust sitt til P. segir hún, að P. hafi gætt barna
fyrir sig tveim dögum áður en hún kom hingað inn á spítalann.
Líkamleg heilsa P. hefur verið góð, fæðing var eðlileg að sögn, fékk
barnasjúkdóma án allra eftirkasta. Hún hefur átt vanda til höfuð-
verkjakasta af ,,migrene-typu“ allt frá 16 ára aldri. Köst þessi eru
aldrei mjög slæm, og hún hefur ekki fengið neina sérstaka meðferð
við þeim. Botnlanginn var tekinn 1964 á Hvítabandi, aðrar spítala-
verur hafa ekki verið nema í sambandi við fæðingar.
Við líkamlega skoðun sést, að P. er dökkhærð, 167 cm á hæð, 64 kg
á þyngd. Utlit svarar til aldurs. Litarháttur er nokkuð fölur. Blóð-
þrýstingur mældist 120/90 og púls 96/mín., eða innan eðlilegra marka.
Fyrir utan æðahnúta á fótum, einkum á hægra fæti, og dálítinn bjúg um
báða ökkla, var líkamleg skoðun innan eðlilegra marka. Blóðrannsóknir