Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Page 160
1968
158
sljóleiki, minnisleysi, óróleiki. Hann gleymir öllu og týnir öllu, sem
hann hefur með höndum. Það er stundum svimatilkenning, en aldrei
krampar eða meðvitundarleysi. Sjúklingur hafði áður fengið höfuð-
áverka 1948 og 1954.
SJcoðun: Sjúkl. er mjög spenntur og órólegur og vill sífellt vera á
fartinni.
Cranium: Talsverð dæld finnst á hvirfli, sem þó sennilega er anomali.
Nokkur stallur og dæld er yfir v. augabrún. Það eru eðlilegar heila-
taugar, einkum er sjónsvið eðlil. og pupillur og reaktionir þeirra og
augnhreyfingar eðlil. Extr.: Eðlil. m. t. t. tonus, krafta, stjómar og
reflexa. Ilreflexar eðlil. Húðskyn og stöðuskyn er eðlil.
Rannsóknir: Rtg. af cranium eðlil. Engin deformitet eða fractur.
Loftmynd sýndi stækkun á heilahólfum og loft á yfirborði heila. Heila-
rit var eðlil.
Mænuvökvi: Eðlil. þrýstingur. Cellur %. Protein 48 mg%
Luesreaktion í blóði og mænuvökva neg.
Blóðstatus eðlil.
Álit: Sjúklingur hefur slæmt post-commotionelt syndrom og verður
að álítast að miklu leyti óvinnufær af þeim sökum.
Meðferö: Hvíld og sedativa. Valium.“
Loks liggur fyrir vottorð dr. med. Gunnars Guðmundssonar yfir-
læknis, Reykjavík, dags. 18. febrúar 1970, svohljóðandi:
„Hr. H. Þ-son, f. .. des. 1931, til heimilis . .. ., hefur verið hjá mér
til rannsóknar vegna afleiðinga höfuðáverka, er hann hlaut að sögn
í apríl 1967. Mun hann hafa fallið um 3 m við vinnu sína og lent með
höfuðið á steingólfi. Missti hann meðvitund og var meðvitundarlaus
að sögn í nokkrar klukkustundir. Hann var fluttur í Sjúkrahús Kefla-
víkur, þar sem gert var að sári á höfði. Er hann rankaði við sér, hafði
hann mikinn höfuðverk, svima og uppköst. Var hann í sjúkrahúsinu í
vikutíma. Hann fór fljótlega til vinnu aftur, en gat ekkert unnið og
var slæmur af svima og þyngslum yfir höfði. Fór hann nokkru eftir
slysið norður í land til heimkynna sinna og kveðst ekkert verk hafa
getað unnið. Var hann að heita má alveg frá vinnu þar til í júlí 1967.
H. var lagður í taugasjúkdómadeild Landspítalans þ. 7. 12. 1967, þar
sem hann var til 15. 12. ’67. Kvartaði hann þá um mikinn sljóleika,
kvað alla hugsun mjög seina og eiga erfitt með að einbeita sér bæði
við andleg og líkamleg störf, einnig taldi hann minni sitt mjög lélegt.
Hafði hann þá allmikil höfuðþyngsli og kvartaði um svima. Sagðist
hann eiga mjög erfitt með að fylgjast með því, sem hann væri að lesa
hverju sinni, og finnst honum oft, að hann eigi mjög erfitt með að
skilja það, sem hann les, þótt ekki sé það flókið. Kvartanir hans þá
voru nokkuð depressivar, og mikið bar á kvíða. Fyrir slysið sagðist
hann hafa verið sérlega minnisgóður.