Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1968, Qupperneq 162
1968
160
Ekki finnst raér það breyta mati örorku H., hvort hann var talinn
hafa fengið höfuðkúpubrot (fractura cranii) eða ekki“.
Ályktun: Um er að ræða 38 ára gamlan bifvélavirkja, sem hlaut
höfuðáverka í slysi í fiskimjölsverksmiðju fyrir 3 árum. Hann lá af
þessum sökum í sjúkrahúsi í víkutíma strax eftir slysið og aftur viku-
tíma um 7 mánuðum síðar. Slasaði er talinn hafa hlotið allslæman
heilahristing og langvarandi afleiðingar hans, en álitamál, hvort jafn-
framt hefur verið um höfuðkúpubrot að ræða.
Sjúkdómseinkenni eru talin heilarýmun, sljóleiki, minnisleysi, höfuð-
þyngsli og svimi.
Þessi einkenni hafa bagað slasaða í misjafnlega ríkum mæli eftir
slysið.
Starfsgeta slasaða var engin um 2 mánuði eftir slysið, telst hafa
verið mikið skert eftir það í 6 mánuði og síðan verulega skert í 1 ár.
Eftir það verður að telja starfsgetu hans nokkuð skerta.
Talið er ósennilegt, að breytingar sé að vænta, svo nokkru nemi
héðan af, af heilsufarslegum afleiðingum þeim, sem raktar eru til
slyssins, og þykir því tímabært að meta nú þá tímabundnu og varan-
legu örorku, sem álíta verður, að slasaði hafi hlotið af völdum þessa
slyss, og telst hún hæfilega metin sem nú greinir:
Frá slysdegi í 2 mánuði......... 100%
Eftir það í 6 mánuði ........... 75%
Eftir það í 1 ár................ 50%
Eftir það varanlega ............ 30%.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er álits um örorku stefnanda, H. Þ-sonar, vegna slyss, er hann
varð fyrir hinn 29. apríl 1967.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð fellst á örorkumat Stefáns Guðnasonar tryggingayfirlækn-
is, eins og það kemur fram í bréfi hans, dagsettu 28. apríl 1970.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 8. desem-
ber 1970, staðfest af forseta og ritara 31. desember s. á. sem álitsgerð
og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.