Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 22
BÖRN 06 mENN|N6
Brynhildur Þórarinsdóttir:
„Vitleysan er viturleg“
Eftirfarandi erindi flutti Brynhildur á bókakaffi í Súfistanum í febrúar 2002:
Mér varfalið það verkefni að tala um „fyndnu “ barnabækurnar og verð að játa að
það setti mig í nokkurn vandq, - svona skilgreiningalega séð. Þetta er klárlega
mjög víðtækt verkefni þar sem flestar barnabœkur geta á einhvern hátt kallað
fram bros ogjafnvel hlátur. — Þær ættu íþað minnsta að geraþað.
Ég hef því kosið að velja fáeinar bækur úr og byggi
eingöngu á eigin smekk. Þær bækur sem ég staldra við
eru einkum bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur og
Auðar Jónsdóttur, en einnig Yrsu Sigurðardóttur,
Eldjámssystkinanna og jafnvel fleiri. Svo er auðvitað
ekki hægt að fjalla um fyndnar bamabækur án þess að
minnast meistara þeirra, Astridar heitinnar Lindgren, ég
ætla því að styðjast svolítið við Langsokkinn líka.
Aður en lengra er haldið vil ég upplýsa að yfirskriftin
„Vitleysan er viturleg“ er fengin að láni frá öðmm
meistara fyndnu bókanna, Þórami Eldjám. Rétt er að
fólk hafi í huga að ég nota orðið vitleysa í jákvæðri
merkingu eins og Þórarinn.
Ég verð eiginlega að játa að þegar ég var krafin um
titil á erindið var ég ekki byrjuð að hugsa um það. Ég var
hins vegar með nýju bamaljóðabókina hans Þórarins á
skrifborðinu hjá mér og ákvað að fletta henni í von um að
rekast á gagnleg gullkom. Sem ég vissulega gerði;
þessi frábæra lína hrópaði hreinlega til mín: „Vitleysan
er viturleg“.
Og svo gerðist það eins og stundum gerist að orðin
tóku yfírhöndina, erindið skreið eiginlega frá mér og
breyttist í eins konar vamarræðu fyrir vitleysuna. Því
meira sem ég velti þessum orðum fyrir mér, „Vitleysan
er viturleg“, þeim mun merkilegri fannst mér þau.
Með dálítilli heimspeki skal ég útskýra af hverju:
Vitleysan er ekki vitlaus, ef svo má segja, nema við
séum fost í ákveðnu hugmyndakerfi, höldum að við
þekkjum öll svör og að sannleikurinn sé til sem einn og
óhrekjanlegur. Heimurinn sé skilgreinanlegur og
útskýranlegur og okkar sjálfsskapaða heimsmynd sé sú
eina rétta.
í augum bama er heimurinn ekki fyrirfram þekkt
stærð heldur sífellt að koma á óvart - með endalausum
ævintýrum og tækifæmm, rétt eins og góður
skáldskapur. Rétt eins og lífíð ætti alltaf að vera.
Vitleysan er viturleg því hún minnir á þennan
nauðsynlega þátt, rífur hlutina úr sínu viðurkennda
samhengi og kennir okkur að útiloka enga möguleika,
taka engu sem gefnu.
Ég er svolítið undir áhrifum af merkilegri grein sem
ég birti í tmm sl. sumar um Línu langsokk og
Nietzsche. Þar fjallar Svíinn Michael Tholander meðal
annars um vitleysuna í Línu, tilhneigingu hennar til að
ýkja og segja skröksögur. Hann vísar í Nietzsche sem
bendir á að ef við ætlum að trúa á einhvem sannleika þá
verðum við að byrja á því að efast um það sem við áður
töldum satt. Sá sem er ófær um að ljúga getur aldrei
fundið sannleikann, segir Nietzsche. Þannig segir Lína
endalausar ýkjusögur en varar jafnframt við því að
fnenn trúi öllu sem þeim er sagt. Hún virðist átta sig á
því að sá sem heldur að hann skrökvi aldrei eða segi
neina vitleysu hann er að ljúga rækilega að sjálfum sér.
Bullið og vitleysan er því viturlegt og nauðsynlegt í
þeim skilningi að það kennir okkur að efast og
endurskoða hug okkar og færir okkur þannig nær
skilningi á þessum annars óskiljanlega heimi sem við
lifum í. Vitleysan er viturleg vegna þess sem bæði Lína
og Nietzsche vita að ef allt miðast við fyrirframgefnar
skilgreiningar og hugsunarlausan vana vekur hver
20