Börn og menning - 01.09.2007, Page 16

Börn og menning - 01.09.2007, Page 16
14 Börn og menning langan tíma á sama stað svo það var engín hætta á að missa af neinu jafnvel þótt margt fólk væri í garðinum. Þá skiptust á æfðir leikþættir og spuni. Þarna kom að góðum notum að hafa rifjað upp sögur Astridar fyrir brottför þvi' það skipti börnin engu máli að skilja ekki það sem leikararnir sögðu. Þær nutu sýninganna í botn þrátt fyrir það. Skemmtilegasta atriðið sem við sáum var úr sögunni Bróðir minn Ljónshjarta. Leikþátturinn hófst við hús bræðranna í Kirsuberjadal þar sem Snúður ákveður að elta bróður sinn yfir fjöllin og til Þyrnirósardals. Á leiðinni rekst hann á tvo Þengilsmenn í fjöllunum og eins og allir vita handsama þeir Snúð og fara með hann í Þyrnirósardal þar sem hann segist eiga heima. Þangað þrammar síðan öll hersingin, leikarar og áhorfendur. Þegar áhorfendur koma að hliðinu yfir í Þyrnirósardal standa þar tveir Þengilsmenn, gráir fyrir járnum, og heimta lykilorð. Og ekki stóð á. hópnum að hrópa: All makt til Tengil - vor befriere! Við hvísluðum auðvitað í barminn: Allt vald til Þengils, frelsara vors - í þeirri sannfæringu að lipur þýðing Þorleifs Haukssonar gerði sama gagn. Þegar inn í Þyrnirósardal var komið var gert hlé á sýningunni. í dalnum, sem er hringlaga og umlukinn múr, eru veitingahús af ýmsu tagi og meðan fólk gleypti í sig hádegismatinn gengu Þengilsmenn um og skipuðu því fram og til baka eins og þeirra er siður. Þeir rifu myndavélar og síma af fólki og grandskoðuðu áður en tækjunum var skilað að nýju, þeir kröfðust þess að fá bita af matnum sem fólk var búið að kaupa, stigu upp á borð og æptu hörkulegar fyrirskipanir taka fram að börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega yfir þessum látum. Skömmu síðar hélt sýningin svo áfram og við sáum Snúð kasta sér í fangið á Matthíasi eftir að hafa séð dúfuna hennar Soffíu í garðinum hans. Að leiksýningunni lokinni þyrptustöll börnin inn í húsið hans Matthíasar og skriðu eftir leynigöngum Jónatans undir múrinn sem umlykur Þyrnirósardal. Að sjálfsögðu komast fullorðnir ekki þá leið út úr dalnum - enda flestir búnir að missa húmorinn fyrir því að skríða á fjórum fótum, jafnvel gegnum leynigöng. Á slóðum skáldkonunnar Þegar við vorum búin að dvelja tvo daga í Veröld Astridar var komið að því að rannsaka raunverulegar slóðir hennar. Við gistum því aðra nótt í öðrum kofa og hófum þriðja daginn á því að ganga um götur Vimmabæjar, þorpsins sem svo oft birtist í bókum Astridar Lindgren. Þar er Rósastríðið háð í Kalla Blómkvist, þar ganga systurnar á Sólbakka í skóla og þangað kemur Emil á markaðinn. í hinum raunverulega Vimmabæ gekk Astrid sjálf í skóla og vann sem ung kona og á hverju hausti er haldinn þar markaður sem ku minna um margt á þann sem fjölskyldan úr Kattholti sótti. í útjaðri bæjarins er bærinn Nás þar sem Astrid ólst upp. Þar er nýbúið að reisa safn sem við skoðuðum ekki en mændum þess í stað á litla húsið þar sem Astrid ólst upp með systkinum sínum, og börnin prófuðu rólu sem við töldum okkur trú um að Astrid hefði li'ka notað - trénu hefur hún að minnsta kosti einhvern tíma klifrað í. Frá Vimmabæ ókum við að Sevedstorp, fyrirmyndinni að Ólátagarði þar sem faðir Astridar ólst upp og kvikmyndirnar um Ólátagarð voru teknar upp. Þaðan var síðan farið að bænum Gibberyd þar sem kvikmyndirnar um Emil í Kattholti voru teknar upp og hægt er að dvelja lengi að skoða spýtukarla. Báða þessa staði var gaman að sjá og ekki síður sjálf Smálöndin sem sumstaðar líta ennþá út eins og Emil og fjölskylda gætu skyndilega birst á hestvagni. Auðvitað er töluverður túrismi á þessum stöðum og margar barnafjölskyldur aka á milli þessara sömu staða með kortið frá Vimmerby turisbyrá í höndunum - en það rýrir ekki gildi staðanna, minjagripabúðirnar eru flestar smekklegar og aðgangseyrir sanngjarn. Það síðasta sem pílagrímarnir gerðu var að skoða staðinn þar sem Astrid Lindgren bjó lengst af í Stokkhólmi, við Dalagatan 46. Þangað var dálítill gangur fyrir stutta fætur í steikjandi sumarhitanum en gangan var þess virði til að fullkomna ferðina. Ekki spillti fyrir að gegnt húsinu blasti Vasaparken við - risastór garður þar sem fjölskyldan borðaði síðasta pikknikk sumarfrísins og smáfólkið hamaðist á vel búnum róluvelli. Þegar fer að hausta á íslandi er Ijúft að ylja sér við minningarnar frá Svíþjóð og hvað það var gaman að tileinka sögunum hennar Astridar Lindgren þrjár sólríkar vikur á hundrað ára afmælisárinu. Fyrir þá sem langar að leggja drög að ferð á slóðir Astridar Lindgren má benda á vefsíðurnar: www.astridlindgren.se; www.alv.se;www.vimmerby.se og www. junibacken.se Höfundur er ritstjóri

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.