Börn og menning - 01.09.2007, Page 20

Börn og menning - 01.09.2007, Page 20
18 Börn og menning Úr smiðju höfundar Þorgerður Jörundsdóttir Lengi lifi gauragangurinn Skáldafákur, skáldgyðja hvað? Innblásturirm mirm kemur í líki fjörmikils strákastóðs sem ríður hér röftum allan liðlangan daginn. Sögur og myndir spretta úr hávaðasömum erli hversdagsins. Það er afskaplega gefandi að fylgjast með fjórum og upp í tíu smádrengjum koma og fara, metast, rifast, sættast og leika saman. Þetta eru dásamlegir drengir, á aldrinum tveggja og upp í níu, hávaðasamir, uppátækjasamir og skemmtilegir. Það er ýmist grátið eða grínast. Argað og þrasað. Þeir hnoðast og kútveltast hver um annan þveran ekki ósvipað og yrðlingar í greni. Oft á tíðum veit ég varla hvar einn byrjar og annar endar. Rétt eins og þræðirnir sem spinna heila bók. Það er ómögulegt að vita hvað sprettur af hverju. Bannað innan tuttugu og fimm ára Hér gengur á með drekkutímum og smábitastundum og á meðan er maulað er talað um risaeðlur, sportbíla og trukka, bannaðar myndir (myndir eru mest spennandi ef þær eru bannaðar og því meira bannaðar því betra, helst innan tuttugu og fímm), tölvuleiki, teiknimyndir og köngulær, hasarkalla, hunda, ketti, dreka, skrímsli og riddara, fótbolta, íshokkí og skylmingar og auðvitað ýmislegt fleira, því þeim er fátt óviðkomandi og þeir hafa vit á flestu. Þetta eru drengir sem hafa nóg fyrir stafni, þeir veiða krabba og byggja kofa, þeir halda tombólur og hlaupa hér gólandi til og frá í ýmsum leikjum um næsta nágrenni. Það er tilviljun ein sem veldur því að í kringum mig eru eintómir smástrákar. Ég efast um að ég hefði gert svona sögur ef ekki hefði verið fyrir þennan allsherjar gauragang í kringum mig. Óvænt og asnalegt Mér fannst vanta bækur sem höfðuðu til lítilla drengja. Mig langaði að búa til bækur sem gætu fengið þessi indælu æðiber til að setjast niður augnablik. Sögurnar spruttu af smáatvikum í daglegu amstri, þvermóðsku fimm ára drengs og metingi tveggja vina. Þetta eru ósköp almenn umjöllunarefni, kringumstæður sem strákarnir kannast ósköp vel við.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.