Börn og menning - 01.09.2007, Síða 21

Börn og menning - 01.09.2007, Síða 21
Lengi lifi gauragangurinn 19 Ég vildi gera myndir sem þeír gætu skoðað lengi, þar sem sífellt mætti finna eitthvað nýtt og óvænt. Svo fannst mér sjálfri miklu skemmtilegra að setja saman eitthvað óvænt og jafnvel asnalegt. Ég hef alltaf haft gaman af ofhlöðnum, skrautlegum myndum og í gegnum tfðina hef ég komist að því að skrautgirni smástráka er engu minni en mín. Ég hef því ófeimin hlaðið öllu mögulegu og ómögulegu saman í eina mynd burtséð frá því hvort það fylgdi söguþræðinum eða ekki. Mér fannst það svona á endanum miklu nær raunveruleikanum. Hér heima má nefnilega sjé þrammandi riddara, stökkvandi köngulóarmenn og ógurlega leðurblökukalla, íþróttagarpa og ýmsar aðrar dýrategundir samankomna. Hér er iðulega gengið um með grímu fyrir andlitinu og skikkju á herðunum og hingað koma ýmsar furðuverur í mat daglega. Ég tel mig heppna að fá að kynnast hugmyndaheimi þessara stráka og hafa fengið að taka þátt í ævintýrum þeirra og mig óar við þeirri hugsun að þeir verði einhvern tímann ráðsettir og alvarlegir menn, óskaplega held ég að þögnin verði ógurleg og yfirþyrmandi. Höfundur er rithöfundur og myndskreytir

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.