Börn og menning - 01.09.2007, Qupperneq 45

Börn og menning - 01.09.2007, Qupperneq 45
IBBY fréttir 43 Bókadagatal IBBY 2008. Bókadagatalið er helgað verkum Sigrúnar Eldjárn, fyrsta Sögusteins-verðlaunahafanum, og er það gefið út til að fylgja verðlaunaveitingunni eftir og reyna þannig að vekja enn meiri athygli á verkum Sigrúnar. Dagatalið verður gefið í alla þriðju bekki grunnskóla landsins auk þess sem félagar í IBBY fá það nú sent með blaðinu. Dagatalið ber þess nokkur merki að því er ætlað að koma að notum í kennslu, hafi kennarinn áhuga á því, en þetta ætti ekki að koma að sök fyrir þá sem vilja aðeins prýða með því veggi heimilisins. Með þessari útgáfu er þó fyrst og fremst ætlunin að vekja áhuga barna á bókum Sigrúnar Eldjárn og hvetja þau þannig til að lesa meira, jafnt hennar verk sem annarra höfunda. Gott kvöld á Súfistanum - bernskan og óttinn Bókakaffi IBBY var haldið 11. október sl. á Súfistanum, Laugavegi 18. Dagskrá Bókakaffisins tengdist að þessu sinni sýningu Þjóðleikhússins á barnaleikritinu Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur bókverkakonu. Þórdís Þórðardóttir, lektor í uppeldis- og menntunarfræði f Kennaraháskólanum

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.